Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Inglourious Basterds 2009

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 26. ágúst 2009

Once Upon a Time... in a Nazi-occupied France

153 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
Rotten tomatoes einkunn 88% Audience
The Movies database einkunn 69
/100
Crystoph Waltz fékk Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í myndinni.

Myndin segir frá bandarískri herdeild sem er send inn á mitt yfirráðasvæði Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni til þess að drepa eins marga þýska hermenn og hún mögulega getur og brjóta niður liðsandann í hernum. Þeir eru orðnir svo færir í þessu að þeir hafa fengið viðurnefnið The Basterds meðal Þjóðverja. Seinna þá vinna þeir með breskum... Lesa meira

Myndin segir frá bandarískri herdeild sem er send inn á mitt yfirráðasvæði Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni til þess að drepa eins marga þýska hermenn og hún mögulega getur og brjóta niður liðsandann í hernum. Þeir eru orðnir svo færir í þessu að þeir hafa fengið viðurnefnið The Basterds meðal Þjóðverja. Seinna þá vinna þeir með breskum yfirmanni sem sendur var til að búa til áætlun um að drepa nokkra háttsetta þýska foringja við frumsýningu kvikmyndar sem á að fjalla um hetjudáðir þýsks hermanns. En eitthvað fer úrskeiðis þegar þeir hitta tengilið sinn, þýska leikkonu, og allir liðsmenn hópsins sem tala þýsku eru drepnir, sem verður til þess að flækja málin dálítið. Þannig að leiðtogi þeirra, Raine liðþjálfi, býr til varaplan. Annar þröskuldur í vegi þeirra er að kvikmyndasýningin er flutt í minna bíóhús af því að maðurinn sem fjallað er um í myndinni líkist eiganda bíóhússins. Og það sem þeir vita ekki er að eigandi hússins er Gyðingur sem missti alla fjölskyldu sína þegar þýskur foringi myrti hana, og sá foringi sér um öryggismálin á kvikmyndasýningunni. The Basterds vita ekki heldur að eigandi hússins er með sína eigin hernaðaráætlun.... minna

Aðalleikarar

Ingenious basterds
Haha ég verð nú að segja að þessi var skemmtilegt áhorf. Alltaf gaman að fara á Tarantino myndir sem maður hefur elskað að horfa á aftur og aftur...
þessi mynd er svo vel skrifuð, skemmtileg og kaldhæðin að áhorf er möst
hún toppar allanvega allar bíómyndir sem eru nú í sýningu (kannski fyrir utan district 9)
og ég mæli með henni í flesta staði því þetta er eina myndin sem ég klappaði í endanum síðan kill bill
Og já ég vil spyrja það fólk sem segir að þetta sé leiðinleg mynd... Hvað er að ykkur!?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stórgóð grínádeila
Quentin Tarantino kemur hér með sína eigin útgáfu á SS í seinni heimsstyrjöldinni sem segir frá flokk manna sem veiðir nasista til að drepa og skera af höfuðleðrið. Inglourious Basterds(vill einhver segja mér af hverju þetta er stafað vitlaust?) býður upp á margt sem gleður augað og inniheldur andskotann allan af skemmtilegum og spennandi senum og samræðum sem maður lifir sig auðveldlega inn í. Seinni heimsstyrjöldin var náttúrulega ekki svona en að sjá Tarantino gera svona grín að þessu er bara klassi. Myndin er vel leikin, Brad Pitt kemur með stórglæsilega frammistöðu, liðsmenn hans lítið síðri og þjóðverjarnir og gaurinn sem leikur Hitler mjög sannfærandi. Ég er nokkuð sáttur með IB og þó að gæði hennar ná því miður ekki alveg upp fyrir þremur stjörnum í minni bók þá má Tarantino alveg vera ánægður með þetta verk sitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tarantino's Basterds Delivers!!!
Munið þið eftir þeirri tilfinningu þegar þið voruð yngri hvað það var alltaf spennandi að fá 100 kallinn á laugardaginn, bara til þess eins að fara með hann í sjoppuna til þess að fá þennan littla nammipoka? Ég veit að þetta er frekar skríngileg lýsing til að byrja gagnrýni á, en þetta er einmitt sú tilfinning sem ég fæ í hvert skipti sem að ný mynd frá meistaranum Quentin Tarantino kemur út. Það er alltaf svo spennandi að sjá hvað hann Tarantino ætlar sér að gera næst, og maður fyllist alveg þvílíkum spenningi í hvert sinn(það er allavega þannig hjá mér).

Quentin Tarantino hefur ávallt verið þekktur fyrir það að koma með frekar ferskar myndir til almúgans. Myndir eins og Resevoir Dogs, Pulp Fiction, Jackie Brown og Kill Bill Vol. 1 eru, í mínum huga, klassísk kvikmyndaverk sem er hægt að horfa á aftur og aftur. Einnig hefur hann gert hina mögnuðu Kill Bill Vol. 2 og hina nokkuð misheppnuðu mynd Death Proof. Þannig að maður fór að velta því fyrir sér: Hvað ætlar hann sér að gera sem næsta verkefni? Og að hann skuli detta í hug að gera mynd frá stríðstímunum er eitthvað sem ég átti aldrei von á. En virkar hún góð sem slík? Já, eitt stórt JÁ.

Sagan: Inglorious Basterds byrjar árið 1941 þar sem við fáum að fylgjast með þegar fjölskylda Shosönnu er slátruð af hermönnum leiddir af Hans Landa. Eftir að hún nær að flýja, ætlar hún sér að ná fram hefndum á þeim sem að drápu fjölskyldu hennar.

Annars staðar í heiminum er hópur sem kallar sig The Basterds, undir stjórn, Ltd Aldo Raine, sem hefur sér aðeins eitt markmið: Að drepa Nasista. Og þegar þeir heyra af frumsýningu myndar einnar þar sem allir helstu aðilar Þýskalands koma saman, Hitler meðtalinn, sjá þeir hið fullkomna tækifæri til að ljúka verkefninu og koma með endir á stríðið.

Inglorious Basterds er ein ferskasta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Ef þú ætlar þér að sjá þessa mynd með það í huga að þetta eigi að vera nákvæm stríðsmynd, þá geturðu allt eins setið heima og horft á heimildarmynd um stríðið. En ef þú ætlar þér á þessa mynd með það í huga að þetta sé Tarantino mynd, þá get ég alveg lofað þér því að þú átt eftir að labba sáttur út úr bíóhúsinu með bros á vör.

Við skulum fara smá út í technical details.

Kvikmyndatakan frá Robert Richardson er eins nákvæm og góð og hún getur orðið. Hann nær einstaklega vel á filmuna allri þeirri spennu sem er að gerast í myndinni, og virkar frábærlega í myndinni.

Hvernig myndin er klippt af Sam Menke er frábært. Kannski ekkert Óskarsdót, en hann veit alveg nákvæmlega hvenær á að klippa myndina. Og skilar hann frábærri vinnu.

Tónlistin virkar líka frábærlega í myndinni, og alveg í tón við myndina.

Brellur, ekki þekktasta merki Tarantinos, virka ágætlega vel í sumum atriðum.

Make-up vinnan er mögnuð, og lætur mann alveg fá gæsahúð yfir sumum atriðum(sérstaklega í endinum).

Handritið frá Tarantino sjálfum er frábærlega vel skrifað. Stríðsaga sem gefur skítt í staðreyndir. Hversu cool er það?

Myndin er einnig virkilega gróf í sumum atriðum, og er vel að láta vita að þeir sem eru veikir, mæli ekki með að þeir sjái þau.

Samræðurnar sem Tarantino skapar fyrir myndina eru örugglega með þeim betri sem hann hefur skrifað. Oftast með samræður í myndum hans hafa þær oftast verið notaðar til að vera fyndnar og bara skemmtilegar. Hér kemur hann með aðeins öðruvísi stíl í samræðurnar. Hér notar hann samræðurnar til þess að magna upp spennuna í myndinni, og nær Tarantino alveg meistaralega að nota samræðurnar sem spennuna í myndinni, og sannar það að það þarf ekki alltaf byssur og sprengjur til að gera myndina spennandi. Samtölin eru svo magnþrungin og athyglisverð, og gera mann alltaf meir spenntan yfir myndinni, sem er sjaldgæft að sjá í kvikmynd.

Leikarahópurinn, þó hann samanstandist ekki af frægum leikurum(sem er ekki alltaf aðal málið), er magnaður.

Brad Pitt sem Ltd Aldo Raine: Tarantino gat ekki fundið betri gaur í hlutverkið. Pitt kemur einmitt með illskuna sem þarf í karakterinn, og líka comical touchið sem hann þarf(þá sérstaklega þegar þeir hitta Landa í byrjun frumsýningarinnar). Ótrúlegt hvað hann Pitt getur komið manni á óvart. Er búinn að sannfæra mann að hann sé alvöru leikari með Curious Case of Benjamin Button, og kemur svo með allt öðruvísi ferskleika sem er svo æðislegt að horfa á með þessu hlutverki í IB.

Melanie Laurent er frábær í hlutverki Shosönnu Dreyfus. Maður fær virkilega samúð yfir henni í byrjun myndarinnar með slátruninni, en svo hvernig hún umbreytist frá fórnarlambi í konu í hefndarhug er hreint magnað. Og skilar hún þeirri umbreytingu frábærlega frá sér.

Eli Roth kemur virkilega á óvart í hlutverki Sgt. Donny Donovitz. Hans hlutverk er ekki það krefjandi, en við það efni sem hann hefur notfærir hann sér frábærlega, og býr til virkilega sick karakter sem er ekki vert að messa yfir.

Svo eru aðrir leikarar sem standa sig frábærlega einnig. Eins og Diana Kruger sem Bridget von Hammersmark, Michael Fassbender sem Lt. Archie Hicox, Til Schweiger sem Sgt. Hugo Stiglitz bara svo ég nefni nokkur dæmi. Einnig fær Mike Myers frábært mini-hlutverk, og Quentin nær m.a.s. að láta hann líta cool út í myndinni.

En sá sem er hvað mest sannfærandi, og það er engin furða að hann skuli vera nefndur steluþjófur þessarar ræmu: Christoph Waltz sem Colonel Hans Landa. Túlkun hans á þessum brjálaða karakter er hreint út sagt stórkostleg. Mér finnst það hálf vandræðalegt að vera líkja honum við Joker í Nasista búning, en þannig upplifði ég hann fyrir mér. Brjáluðum en samt brilliantly minded hershöfðingi sem er ekki allur þar sem hann er séður, og frammistaða Waltz á honum er hrein unun að horfa á. Möguleg Óskarstilnefning?

Lokaniðurstaða: Inglorious Basterds er enn eitt meistarverkið hjá Tarantino, og ein besta mynd sem hann hefur sent frá sér síðan Pulp Fiction.

10 af 10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Þessi mynd VIRKAR!
Allt sem þú veist um sögu Hitlers, skalt þú gleyma, því að þessi saga kemur henni ekkert við sögu þótt Hitler sé í henni. Allt sem gerist! Myndin virkar líka betur þannig! Mér finnst mjög erfitt að gagnrýna þessa mynd, því ég er ennþá í sjokki útaf þessari mynd. Hún er allt, fyndin, blóðug, vel leikinn, flottar klippingar, ALLT!

Handritið virkar...Það er orðið við það. Það veit alveg hvert það er að fara, góðar samræður, þótt þær eru langar þá fara samræðurnar í einnhvern punkt. Myndin er sjálf mjög köld og groddaleg. Eða, það sýnir enga miskunn, sem er mjög gott. Persónur myndarinar eru rosalegar. Þær eru ógeðslega vel skrifaðar og leikararnir eins og Brad Pitt, Eli Roth, Christoph Waltz og Daniel Brühl, passa mjög vel við persónurnar. En ég verð samt að segja að C. Waltz er algjör meistari í þessari mynd. Í hverri senu sem hann er í þá er hann bara scary! Brad Pitt stendur sig eins og hetja, Eli Roth segjir ekkert mikið en leikur samt mjög vel í myndinni. Hvernig hann seigir línurnar sínar, holí sjitt!

Tónlistin myndarinar er mjög góð, og líka lög eins og : The Green Leaves of Summer úr myndinni The Alamo, gjééééðveikt!
Klipping myndarinar er eftir Sally Menke, sem hefur klippt allar myndir Q T, og er töff eins og vanalega. En svo er það auðvitað Quentin sem skiptir máli, hann setur eiginlega allar stríðsmyndir sem hann hefur séð til samans, blandað við stílin sinn. Ég verð að segja að hann er hefur gert algjört meistaraverk, þótt að honum hefur ekki alltaf gengið vel, ég meina eins og með Jackie Brown og lengdin hjá Death Proof, eða hversu langdreigin hún er, en gekk vel.

Þessi mynd er bara algjört æði, horfðu á hana í bíó! Quentin er kominn aftur og ég vona að hann gerir ekki fleiri Jackie Brown! En þetta er full húsa mynd, verð ég að segja. Enda rosaleg! Ég veit að ég er bara búin að gefa þessari mynd of stór orð, en hún er bara þannig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
MEISTARAVERK!
Skítt með Kill Bill.... Ég held að Kill HITLER sé miklu meira málið !!

Inglorious Basterds er ein af toppmyndum þessarar áratugar, og ég grínast ekki með það. Það er ekki eitt element sem hún gerir rangt. Sagan er gjörsamlega fullkomin. Hún er spennandi, kraftmikil, ófyrirsjáanleg og stútfull af svokölluðum BAD-ASS atriðum sem öllum langar að sjá. Stíllinn er bilaður og hver einasta tónlist alveg meiriháttar flott og setur flottan svip á atriðin.

Ég skal alveg ganga svo langt með að segja að hún sé jafn góð ef ekki aðeins betri en Pulp Fiction. Af hverju er svo óheilagt að segja það?? Ég er viss um að helmingur ykkar sem hafið séð þessa mynd og dýrkað hana séuð á svipaðri skoðun og viljið ekki viðurkenna það. Allur lokahlutinn á Basterds er svo rosalegur og vægast sagt mind-blowing á öll skynfæri að ég held að ég hafi ekki upplifað aðra eins "fokk já!!" stemmningu síðan The Dark Knight í fyrra.

Öll samtölin eru ekkert síðri en í Pulp heldur, og húmorinn er líka að mínu mati betri. Leikararnir vinna sér líka allir inn leiksigur. Christoph Waltz, Brad Pitt og Eli Roth fannst mér þó langbestir.

2009 hefur vægast sagt komið mér á óvart kvikmyndalega séð. Fyrst hélt ég að Watchmen væri besta mynd ársins, þangað til ég sá Public Enemies (afhverju hata hana svona margir???). En núna er ekki spurning... Inglorious Basterds fær fullt hús stiga og sé ég ekki eftir þeirri ákvörðun að gefa henni það. Myndin er skylduáhorf í alla staði sem kunna að meta "góðar" kvikmyndir. Hún er kannski ekki mikil á hasar, en skemmtanagildið er alveg óaðfinnanlegt.

Ég er gjörsamlega í skýjunum, og næst þegar Tarantino kemur til landsins að hella sig fullan, þá mun ég ekki hika við að ganga að honum og þakka honum fyrir þessa frábæru upplifun sem Basterds gaf mér.

10/10


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.12.2020

10 eftirminnilegir drullusokkar úr kvikmyndum

Til er skítmikið af drullusokkum af ýmsum tegundum á hvíta tjaldinu. Þá er undirritaður ekki að tala um illmenni eins og Darth Vader eða Sauron, heldur þessa erkimannfjanda sem eru illkvitnir en svo andskoti eftirminnanlegir að...

22.09.2020

Bestu „gervimyndir“ kvikmyndasögunnar

Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet? Og að það hafi verið gert framhald af Gandhi? Og Pineapple Express? Reyndar gerðist ekkert af þessu í alvöru heldur bara í skálduð...

30.03.2020

Tarantino og tásur

Eins og mörgum kvikmyndaáhugamönnum er kunnugt, þá stendur til hjá hinum virta leikstjóra Quentin Tarantino að skella í lás að loknu tíunda framlagi sínu til kvikmyndagerðar. Aðdáendur mannsins eru þegar farnir að r...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn