Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Death Proof 2007

(Grindhouse: Death Proof)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. júlí 2007

These 8 Women Are About To Meet 1 Diabolical Man!

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics

Tveir hópar vinkvenna lenda í kasti við morðóðan áhættuleikara að nafni Stuntman Mike (Kurt Russell), sem notar bíl sinn sem drápstól.

Aðalleikarar

Góð en ekki gallalaus
 Í Death Proof leikur snilldarleikarinn Kurt Russell hinn siðblinda sadista Stuntman Mike sem hefur í hyggju að drepa fólk með dauðavarna bílnum sínum á ferð meðan hann situr öruggur inni. Annars snýst myndin að mörgu leyti um líf nokkurra kvenna þangað til þær verða fyrir barðinu á Stuntman Mike. Kurt Russell heldur myndinni uppi með sinni glæsilegri frammistöðu en því miður þá missir þessi karakter allan mátt undir lokin þegar hann breytist í eitthvað sem ég get ekki sætt mig við. Sem mikill Kurt Russell aðdáandi þá finnst mér alveg hroðalegt að sjá hvernig fer fyrir karakter hans í lokaatriðinu. Ég hélt með honum alla myndina í guðanna bænum. Samtölin milli stúlknanna eru oft langdregin og hafa enga eiginlega þýðingu fyrir myndina. Death Proof er þó vel gerð og skemmtileg, hún er það en maður hefur það samt á tilfinningunni að Quentin Tarantino(sem leikur líka lítið hlutverk) hafi verið full sjálfsöruggur því persónulega finnst mér Robert Rodriguez takast aðeins betur upp með sitt framlag til Grindhouse tvíleiksins: Planet Terror. Death Proof fær tvær og hálfa stjörnu fyrir fínt skemmtanagildi þó að það valdi mér miklum vonbrigðum hvernig handritið breytir persónu Kurt Russell til þess verra undir lokin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Persónulega fynnst mér Tarantino ekki gert feil spor sem leikstjóri, og hér er engin undantekning. Death proof er alveg stór skemmtileg, með frábærum samtölum, myndatökum og eru bílahasarnir alveg kick ass geðveikir.

Tónlistin í myndinni á stóran þátt í gæði myndarinnar og get ég sagt að tónlistin er alveg mögnuð og mæli ég með því að allir nái sér í geisladisk með tónlistinni úr myndinni, held þið verðið ekki fyrir vondbrigðum með það.

Atriðin í myndinni eru oft mjög löng, samtölin löng og farið hægt í gegnum myndina, persónulega fynnst mér samtölin í myndinni algjör gullmoli, og held ég að þeir sem fíla myndir eftir meistarann ættu vonandi ekki að vera fyrir vondbrigðum

Bílaeltingurinn er rosalega góður, þó svo að persónulega var ég að vonast til að það væri meira af honum.

Allar stúlkurnar í myndinni fara með sín hlutverk alveg geisilega vel, en sá sem algjörlega stendur upp úr er að sjálfsögðu Kurt Russel, hann er alveg dúndur svalur í myndinni.

Fannst mér samt að Eli Roth hafði alveg getað verið slepptur í þessari mynd, Tarantino er víst rosalega skotinn í honum þessa dagana og veit ég ekki afhverju.

Held hann neitar að sleppa takinu af honum eftir snildina capin fever, en finnst mér persónulega Eli Roth ekki hafa staðist undir mínum væntingum með Hostel 2.

En finnst mér Death Proof alveg frábær, og vona ég að það komi meira af þessu í framtíðinni, alvöru grindhouse myndir.

Vona ég mest að Eli Roth gerir síðan Thangsgiving því trailerinn af henni var alveg ótrúlega svalur, endilega tékkið á honum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Samtölin geta ekki alltaf verið brill
Ég held að Quentin Tarantino sé pínulítið farinn að ofmeta sjálfan sig í þessu tilviki. Þessi nýjasta tilraun hans, Death Proof, er almennt séð mjög fín mynd sem græðir mikið á því að vera léleg, og þá viljandi. Stíllinn á myndinni er virkilega skemmtilegur. Myndin spilast eins og að filman sé sumstaðar rispuð og gömul og öll önnur minniháttar atriði eins og tökustíll og upphafstexti er stórkostlega retró.

Það hefði náttúrlega verið miklu betra að fá að njóta Death Proof í sinni fullgerðu Grindhouse-heild (þ.e. ásamt Rodriguez framlaginu Planet Terror og nokkrum gervi-trailerum). Þar var myndin upphaflega einhverjar 90 mínútur. Það er ekki bara góð lengd vegna þess að Grindhouse byggðist á því að sýna tvær myndir af svipaðri lengd í röð, heldur virkar það yfir höfuð vel fyrir mynd sem er eins einföld og þessi. Þessi 'staka' útgáfa af Death Proof, sem er nú komin í umferð eftir skiptingu myndanna, er nánast tveir klukkutímar að lengd. Myndin þjáist alveg svakalega fyrir það. Ekki aðeins það, heldur er myndin svo stútfull af tilgangslausum og áberandi teygðum senum að maður fer að íhuga hversu ástfanginn leikstjórinn er af sínu eigin efni. Samtöl myndarinnar eru sumstaðar góð, en því miður eru þau drepleiðinleg á öðrum stöðum, og þau tilfelli eru fleiri. Það er eins og að Tarantino sé það fullviss um að hvaða samtöl sem að hann skrifar verði samstundis að gulli og hann reynir að fanga sama, gamla tón sinn á ný sem að einkenndi fyrstu myndirnar hans. Sorrý, en þetta er ekki að virka núna. Ég trúi því varla að mér hafi oft á tíðum leiðst á þessari mynd, og þá á Tarantino-mynd af öllum! En ég er klárlega hlynntur þeirri skoðun að myndin ætti séns á því að ganga betur upp í styttri útgáfu.

Leikaravalið er samt nokkuð fínt, og vissulega er nett gaman að horfa á Kurt Russell, sem er frábær nánast út alla myndina. Bílaatriðin eru líka mögnuð og ofbeldið er yndislega over-the-top og brútal í því litla magni sem það er. Death Proof endar líka á sterkum nótum þannig að hún skilur mann eftir í góðu skapi. Ég segi það meira en gott að gefa myndinni 6/10, en þetta er samt sem áður það slakasta sem ég hef séð frá Tarantino. Vona síðan að Planet Terror verði betri, en persónulega er ég nokkuð öruggur um að svo verði.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Death Proof er dálítið óvenjuleg Tarantino mynd, en allar senur í henni eru í tímaröð, þ.e. ekki hið hefðbundan Tarantino dæmi eins og úr Kill Bill t.d. að senurnar sem lísa atburðarásinni, skýra hana, eru ekki byrtar áhorfendum í þeirri röð sem þær gerast. Þetta er sosum enginn galli, gerir myndina auðveldari áhorfs, líkari venjulegri mynd. En hvað með samtölin og framvinduna? Nú, það hefur heyrst tal eins og að samtölin séu langdregin, ekki eins góð og hefðbundin Tarantino, að framvindan sé og hæg, o.s.frv. Hið rétta er að samtölin eru fullt eins góð og vanalega, en það er ekki eins fyndið að heyra þau frá venjulegu fólki, sem er viðfangsefni Death Proof að mestu, en frá einhverju 'Bunchi' af krimmum eins og í 'Reservoir dogs,' 'Pulp Fiction,' 'Kill Bill,' eða jafnvel 'Jackie Brown.' Það er einfaldlega ekstra fyndið að heyra krimma tala 'chummy' aka Tarantino heldur en venjulegt fólk, sem gerir samtölin samt skemmtileg, bara ekki eins drepfyndin. Hvað framvinduna varðar, þá gefur Tarantino hér sér nægan tíma að byggja hana upp, við fáum nægan tíma að kynnast viðfangsefnunum, heyra fólkið eiga samtöl sem virkilega passa við það sem maður getur átt von á að heyra frá slíku fólki, allt í ljúfu og góðu, ...og svo allt í einu BAMM, SLAMM. Þegar aksjónin byrjar er hún alveg eins og Tarantino er vanur að matreiða hana, hröð og virkilega djúpt persónuleg. Hvað mig varðar, þá er þetta ekki besta mynd sem Tarantino hefur gert, meistarastykkin eru 'Pulp fiction' og 'Kill Bill 1 og 2,' en að mínu mati er hún á sinn veg fullt eins góð og 'Jacky Brown' og 'Reservoir dogs.' Hei 'common,' jafnvel þó þetta sé ekki besta Tarantino mynd allra tíma, er þetta þó mun betra en meðalbíó; þ.e. svo lengi sem viðkomandi bíógestur drepst ekki úr leiðindum ef ekki er einhver strax drepinn á fyrstu 5 mínútunum. Þetta er miklu mun vandaðra stykki en einhver 'slatter' mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hver einasta kvikmynd sem Tarantino hefur gert er skemmtileg, Death Proof er mjög skemmtileg en frekar slöpp á snilldarmælikvarðanum. Útgáfan sem ég sá var um það bil tveir klukkutímar og átti upprunalega að vera 90 mínútur og sýnd með Planet Terror og helling af gríntrailerum. Það er skömm að þessi skipting átti sé stað þar sem það kemur í veg fyrir tilganginn bakvið upplifunina að horfa á tvær exploitation kvikmyndir í röð. Þrátt fyrir það þá finnst mér að þessi lenging á kvikmyndinni hafi verið ónauðsynleg, myndin er of löng miðað við efnið sem hún hefur. Nokkrum sinnum þá gleymir myndin sér í samræðum og persónusköpun sem gerir voða lítið til þess að hjálpa myndinni. Ég myndi halda það að styttri útgáfan sé betri þó ég hafi ekki séð hana. Death Proof hefur þó margar frábærar Tarantino samræður og mörg virkilega spennandi og ofbeldisfull atriði sem gera myndina að lokum þess virði að sjá. Það sem fer mest í taugarnar á mér er að Death Proof á ekki að vera ein kvikmynd heldur er hún hluti af kvikmynd sem verður vonandi gefin út á DVD með Planet Terror og gríntrailerunum þar sem hægt verður að sjá allt þetta saman eins og það átti að vera. Skemmtanagildið í Death Proof er í hámarki en miðað við fyrri Tarantino myndir þá er Death Proof líklega allra versta myndin hans þrátt fyrir að vera mjög góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.09.2020

Bestu „gervimyndir“ kvikmyndasögunnar

Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet? Og að það hafi verið gert framhald af Gandhi? Og Pineapple Express? Reyndar gerðist ekkert af þessu í alvöru heldur bara í skálduð...

30.03.2020

Tarantino og tásur

Eins og mörgum kvikmyndaáhugamönnum er kunnugt, þá stendur til hjá hinum virta leikstjóra Quentin Tarantino að skella í lás að loknu tíunda framlagi sínu til kvikmyndagerðar. Aðdáendur mannsins eru þegar farnir að r...

30.08.2013

Russell í Fast & Furious 7 viðræðum

Kurt Russell á nú í viðræðum um að leika í sjöundu Fast & Furious myndinni. Fregnir herma að Denzel Washington hafi einnig verið boðið þetta sama hlutverk áður en talað var við Russell. Þetta þýðir að hlutver...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn