Náðu í appið
120
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Kill Bill: Vol. 2 2004

(Kill Bill: Volume Two)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. apríl 2004

The bride is back for the final cut

136 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 83
/100

Beatrix Kiddo, öðru nafni Brúðurin, er leigumorðingi, sem var svikin illilega af Deadly Viper Assassination Squad, sem lýtur yfirráðum fyrrum yfirmanns hennar Bill, sem skaut hana á brúðkaupsdaginn hennar og skyldi hana eftir í blóði sínu. Brúðurin vaknaði fjórum árum síðar úr dái, og ákvað að hefna sín á Bill og the Deadly Viper Assassination Squad.... Lesa meira

Beatrix Kiddo, öðru nafni Brúðurin, er leigumorðingi, sem var svikin illilega af Deadly Viper Assassination Squad, sem lýtur yfirráðum fyrrum yfirmanns hennar Bill, sem skaut hana á brúðkaupsdaginn hennar og skyldi hana eftir í blóði sínu. Brúðurin vaknaði fjórum árum síðar úr dái, og ákvað að hefna sín á Bill og the Deadly Viper Assassination Squad. Hún fær hjálp frá einum af lærimeisturum Bill, Hattori Hanzo, sem er hættur störfum. Hún byrjar hefndarförina á því að drepa Vernita Green og O´Ren Ishii. Þar á eftir snýr hún sér að yngri bróður Bill, Budd, sem er núna útkastari á nektardansstað, og Elle Driver, sem er hinn eineygði erkióvinur Brúðarinnar, og svo auðvitað Bill sjálfum, án þess að vita að Bill er með dóttur hennar B.B. í haldi, en hún hélt að dóttirin hefði dáið á meðan hún sjálf var í dauðadái. Mun brúðinni takast að hefna sín og mun henni takast að drepa Bill?... minna

Aðalleikarar


Eins og ég hef áður sagt þá var 2004 nokkuð slæmt kvikmyndaár og Kill Bill vol 2 er án efa besta mynd 2004 þó að Village hafi ekki verið mikið síðri.

Uma Thurman sýnir stjörnu leik og Daryl Hannah fór líka á kostum.

Tarantino sýnir það að hann geri magnaðar myndir og erfitt er að segja hvor Kill Bill serían sé betri en Pulp fiction.

Brúðurin Beatrix Kiddo(Uma Thurman)heldur áfram að komast að Bill og margt óvænt gerist á leiðinni og sverðið hennar er svo sannarlega ekki ónotað.

Vol.2 er betri en Vol.1 sem einnig fékk 4 stjörnur en reynadr sá ég þá fyrrnefndu fyrst og ekki veit ég hvort það skiptir nokkru máli.

Vel leikstýrð,vel skrifuð,vel leikin,svöl,sorgleg,DÁSAMLEG.

Kill Bill serían er eitthvað sem sannur kvikmyndaáhugamaður má alls ekki missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað er hægt að segja. Þessi mynd er ekki betri en forveri sinn. Satt að segja er þessi mynd svona ekki með söguþráðinn í lagi. Daryl Hannah er frábær í þessari mynd og David Carradine líka. Michael Madsen er frábær og Uma Thurman er fín. Besti leikarinn er þó Michael Parks sem Esteban Vihaio. Myndin er góð en ekki jafngóð og Kill Bill volume 1.


Ég verð þó að segja að þegar Beatrix (Uma) tók augað úr Elle (Daryl) þá hafi ég verið að sjá eitt langbesta atriði kvikmyndanna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er Mona Lisa kvikmyndanna, algjör snilld, hann Quentin Tarantino hefur bara gert góðar myndir(fimm samtals en ég hef bara sé allar nema Jackie Brown). Kill Bill 2 er aðeins öðruvísi en Kill Bill 1, seinni hlutinn er ekki eins blóðugari eins og sá fyrri, og það eru fleiri svarthvítar senur í seinni hlutanum og flottari, og svo það er ekkert anime í seinni hlutanum eins og í fyrri. Ég verð nú að segja að mér finst Kill Bill 2 betri en fyrri hlutinn þótt að þær séu báðir snilldar myndir. Ég mundi segja að Kill Bill 2 væri ógeðslegri en fyrri parturinn sem vara bara mjög blóðugu og það er eitt mjög ógeðslegt atriði í seinni hlutanum þegar svona 1/5 er eftir af myndinni(Þeir sem hafa séð þessa mynd vita hvaða atriði ég er að tala um).


En núna ætla ég að snúa mér að söguþræðinum, eins og flestir vita sem hafa ekki séð þessa mynd þá snýst myndin um Brúðurina(maður fær bara að vita þetta rétta nafn í seinni hlutanum þá kemur bara bíp hljóð í fyrri hlutanun þegar það er nefnt). Einn daginn þegar hún var á giftingar æfingunni sinni þá var hún svikin og af yfirmanni sínum og starfsfélögum og þau koma inná brúðkaupsæfinguna og drepa alla þar inni og Bill(Yfimaður hennar) skýtur Brúðurina í hausinn.


Þá fer Brúðurin í dá í fjögur ár og einn daginn þá vaknar hún úr dáinu og sér að barnið hennar er dáið(hún var sko ólétt þegar Bill skaut hana í hausinn). Þá ætlar hún að finna Bill og drepa þessa starsfélaga sem sviku hana fyrst áður enn hún drepur Bill. Svona er söguþráðurinn í Kill Bill, mér fannst mjög skrýtið af hverju Kill Bill sem var tilnefnd til 2 golden Globe verðlauna fékk ekki ein verðlaun.


Ég gef þessari snilldar mynd fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er algjör snilld en er langt frá því að vera betri en 1. hlutinn. Það er meira af samtölum í þessari mynd en í hinni og er það það sem dregur myndina niður í einkunn hjá mér. Það hefði mátt bæta við miklu meiri action í þessa mynd. Skemmtanagildið í fyrstu myndinni er mun meira en í þessari. Það eru samt mörg atriði góð um þessa mynd. Eins og handritið að myndinni er mjög gott, allir helstu leikarar standa sig með prýði og leikstjórn Quentins Tarantinos er mjög góð. Í heildina litið er þessi seinni partur Kill Bill mjög góður en nær ekki að gera eins góð skil hvað varðar skemmtun eins og sú fyrsta. Fær samt 3 og hálfa stjörnu hjá mér í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þó fyrri myndin hafi verið góð, bjóst ég ekki við betri mynd númer 2. Í þessari mynd er sagt ítarlega frá því sem gerist í fyrri myndinni sem áhorfandinn fékk ekki að vita, og skýrast sumir hlutir betur. Ekki er alveg eins mikið um jafn blóðuga bardaga hér og í fyrri myndinni en þó eru þeir þó nokkrir og eru allir mjög flottir. Eitt af því sem ég er mjög ánægður með er að mörg atriðin eru ekki fyrirsjáanleg og býst maður oft við allt öðru en gerist. Mikla reiði og kvöl fékk maður að sjá og var það vel túlkað með góðum leik og myndatöku. Tónlistin er mjög svipuð og í fyrri myndinni en er ekki notuð við mjög mörg atriði. Þó finnst mér að endirinn hefði mátt vera betri, og ekki alveg svona langdreginn. Myndinni tókst heldur betur að bjarga kvöldinu og er þetta ein af betri bardaga myndum sem ég man eftir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.05.2013

Sumarleikur Kvikmyndir.is

Við erum komnir í sumarskap og þá verðum við með eindæmum gjafmildir. Til þess að ná til sem flestra þá ætlum við að notast við Facebook síðu okkar svo að fólk geti tekið þátt og nælt sér í vinninga. Vinningarnir...

08.01.2013

Kastljós: Sergio Corbucci (2. hluti af 3)

  NAVAJO JOE (1966) Í síðasta innslagi um ítalska spaghettívestraleikstjórann Sergio Corbucci minntist ég á að Django Unchained (2012) eftir Quentin Tarantino væri mögulega fyrsti vestrinn með blökkumanni í aða...

04.09.2012

Endurlit: Kill Bill

Um báðar myndirnar: Það er sagt að Quentin Tarantino hafi ætlað sér að búa til aðeins eina mynd þegar Kill Bill fór fyrst í framleiðslu og endað svo með fjögurra tíma rúnksprengju, þar sem hann var svo hrifinn af sí...

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn