Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Odd Couple 1970

Fannst ekki á veitum á Íslandi

We all run on instinct.

Leiknir þættir - Seríu lokið
5 þáttaraðir (114 þættir)30 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 44% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Sean Batemean sem gengur í Camden College, er yngri bróðir hins spillta Wall Street miðlara Patrick Bateman. Hann er einnig dópsali sem skuldar öðru dópsala, Rupert Guest, fullt af peningum, auk þess sem hann er frægur kvennabósi, og hefur sofið hjá nærri helmingi allra kvenna á heimavistinni. Lauren Hynde er, tæknilega séð, jómfrú. Hún er að spara sig fyrir... Lesa meira

Sean Batemean sem gengur í Camden College, er yngri bróðir hins spillta Wall Street miðlara Patrick Bateman. Hann er einnig dópsali sem skuldar öðru dópsala, Rupert Guest, fullt af peningum, auk þess sem hann er frægur kvennabósi, og hefur sofið hjá nærri helmingi allra kvenna á heimavistinni. Lauren Hynde er, tæknilega séð, jómfrú. Hún er að spara sig fyrir kærastann, hinn grunnhyggna Victor Johnson, sem fór í bakpokaferðalag til Evrópu. Hinn lausláti herbegisfélagi hennar, Lara, er skotin í Victor sömuleiðis. Paul Denton, sem var með Lauren einu sinni, er tvíkynhneigður og er hrífst af Mitchell Allen, sem er með Candice til að sanna fyrir Paul að hann sé ekki hommi. Sean elskar Lauren. Paul elskar Sean. Og Lauren gæti verið ástfangin af Sean.... minna

Aðalleikarar


Sama hve viðurstyggileg þessi mynd er þá hefur hún skemmtilega geðbiluð einkenni frá bókinni hans Bret Easton Ellis sem gerir Rules of Attraction svo áhugaverða. Bret Easton Ellis er sá sami sem skrifaði bókina American Psycho, sem samnefnda mynd er byggð á. Allt frá fjölbreyttum kynhneigðum til sjálfsmorða þá snýst myndin um persónur sem ganga gegnum helvíti í háskóla og allar tengjast að einhverju leiti saman. Það er engin niðurstaða í myndinni, í raun var engin spurning sett fram, enginn boðskapur eða neitt sem segir eða kennir manni, en það er mjög viljandi gert og að mínu mati er betra heldur en að reyna kremja einhverjum boðskapi í söguna, ég held að það hefði skemmt alla tilfinninguna bakvið myndina sem var mjög sett fram frá byrjun alveg til enda. Stílafbirgðin einnig hjálpuðu mikið með söguna, lét mig líða eins og eitthvað væri að í öllum senum, kannski er það ein ástæðan að fólk fær í magan að horfa á þessa mynd. Ég get ekki flokkað Rules of Attraction eftir sértökum gæðastimplum, hún er mjög sérstök, og alls ekki fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þó að ég sé sammála þeim staðreyndum að þessi mynd snúist í raun ekki um neitt, þá verð ég að segja mér fannst þetta hin fínasta mynd. Hún er ekki óhrædd við að sýna á mjög raunsæann hátt(þó kannski sum atriðin ganga aðeins yfir línuna) hvernig hegðun unglinga er í dag og hefur mjög góð skilaboð(til foreldra, sérstaklega). Persónulega, finnst mér þetta vera ein af betri raunsæustu unglingamyndum sem ég hef séð með Kids(þó þessi nái ekki að toppa hana). Fínasta ræma sem ég mæli með að allir sjái sem hafa áhuga á að kynna sér hegðun unglinga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hmmm.. hvað get ég sagt um þessa mynd. Mér fannst hún alls ekki góð. Sýndi hrikalega hlið á ungu fólki. Fín myndataka og lögin. Þetta er ein af þeim myndum sem manni líður í raun og veru vel eftir því maður er ekki svona. Mæli ekki með henni, nema þú viljir sjá einhverja svaka niðurdrepandi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Slöpp andstæða við John Hughes-mynd
Sjaldan hef ég þurft að þola eins mikil leiðindi og þegar ég glápti á þessa. Ókei, sem unglingamynd er hún mjög óhefðbundin og oft á tíðum býsna stílísk, og hún fær náttúrlega plús fyrir það, en innihaldið er bara viðurstyggilega óaðlaðandi.

Söguþráður er enginn; Myndin staldrar bara við í lífi þriggja ólíkra einstaklinga án þess að gera nokkuð annað en að sýna hversu sorglegir þeir allir eru. Þetta væri kannski svosem ekkert slæmt ef persónurnar væru í sjálfu sér eitthvað áhugaverðar eða skrifaðar sem tvívíðir einstaklingur, sem þær eru bara alls ekki. Persónurnar eru skrifaðar sem svo "nastý" týpur að maður kemur aldrei til með að finna til með þeim eða halda upp á þær, og verður manni þar af leiðandi skítsama um þær. Auk þess virka þær á köflum fremur ýktar (þótt það sjáist að myndin sækist eftir raunsæistónum), og hegðun þeirra er bara svo bjánaleg að það virðist vera eitthvað sem aðeins þeir allra skemmdustu færu að gera.

Leikurinn er þó ekki sem verstur. Shannyn Sossamon stendur þó allra helst uppúr, þótt ég vilji einnig hrósa James Van Der Beek fyrir að sýna mun skuggalegri hlið á sér en áður. Eftir að hafa verið bara þessi hundleiðinlegi sætabrauðsdrengur sem brosti sífellt út í eitt í stað þess að leika með þeim eina tilgangi að fá skvísurnar til að falla fyrir sér, en hér bókstaflega jarðar hann sú týpu persónulega. Ég get samt ekki mælt með þessari mynd, ekki nema fyrir þá sem eru fyrir ósmekklegar, viðburðarlitlar kvikmyndir sem ganga nánast ekki út á neitt nema það að monta sig með stílbrögð og þrælgóða tónlist.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Rules of Attraction er alveg hreint ágætis mynd sem segir af lífi nokkurra háskóla krakka, ástunum, partíunum og dópinu.

Það er alveg hægt að segja að ungu leikararnir standi sig ágætlega, þó svo að enginn þeirra sýni neinn stjörnuleik þá koma þeir ágætlega frá sér sínum hlutverkum. Meira að segja James Van Der Beek bjargar sér úr vælinu í Dawsons Creek og tekst á við að vera hörkutólið og töffarinn í myndinni svo að maður gleymir næstum því hvað hann er mikill Chris Klein.

Myndatakan er skemmtileg ásamt klippingunni og fær mann einhvern veginn til þess að kynnast persónunum betur.

Myndin rennur nokkuð vel í gegn, það gerast engir stórmerkilegir hlutir í henni en engu að síður þá heldur hún manni alveg við efnið, handritið er vel skrifað og hefur engar óþarfa bollalengingar sem hrinda manni frá skjánum.

Ég get alveg mælt með myndinni sem stofumynd en ekki fyrir bíóið.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn