Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

G.I. Joe: The Rise of Cobra 2009

Frumsýnd: 12. ágúst 2009

Evil never looked so good

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 33% Critics
The Movies database einkunn 32
/100
Vann t.d. fjögur verðlaun á Razzie Awards, m.a. vann Sienna Miller fyrir verstu leikkonu í aukahlutverki.

Einhverntíma í framtíðinni er G.I. Joe teymi sérsveitarfólks sem þarf að uppræta hin stórhættulegu Cobra samtök áður en þau verða of valdamikil.

Aðalleikarar

Hvað varð um Action Force?
G.I. Joe man ég eftir úr minni æsku(sem og Action Force sem tengdist þessu eitthvað) en ég lék mér mikið með plastkallanna við 5 til 10 ára aldurs. Hér er semsagt komin kvikmynduð útfærsla á þessu fyrirbæri og er skemmst frá því að segja að myndin er bara vonbrigði. Hún byrjar ágætlega og á köflum næstum því skemmtileg og hasarinn alls ekki af verri endanum en þessi mynd er illa leikin, ruglingsleg, innihaldið lafþunnt og undir lokin var mér farið að leiðast. Ég bjóst við góðri mynd með sál en í staðinn fékk ég eitthvað sem nær ekki einu sinni meðallagi. Ein og hálf stjarna fyrir flottar sprengingar, flotta búninga sem eru í stíl við fígúrurnar og eitt og eitt horfanlegt atriði. Sleppið þessari bara. Uss.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Tómur poppkornshasar
Ég fór á G.I Joe með ekkert sérstakar væntingar, var frekar viss um hvaða týpa af mynd þetta væri og bjóst því ekki við neitt rosalegum söguþræði né dialog.

Þrátt fyrir það þá fannst mér hún ekki neitt spes, jú það eru töff leikarar í henni, vondukallarnir líta flestir út frekar badass og allt útlit myndarinnar er frekar heilsteypt. Hasaratriðin eru þétt og vel framkvæmd, en útaf því að maður fær ekki að kynnast aðalpersónunum neitt sérstaklega, þá hefur maður enga sérstaka samúð með þeim og það dregur virkilega úr tensioninu í atriðunum.

Fyrir utan það að sum samtöl og setningar eru virkilega hræðilegar, fékk reyndar ekki aulahroll af sama kaliber og ég fékk á Transformers 2 en þá fá handritshöfundar G.I Joe engin verðlaun og það hefði vel verið hægt að orða hlutina betur í flestum atriðum.

Annars er þetta ágætis heilalaus poppkornsmynd, skárri en Transformers 2 en þá er ekki mikið sagt.

Og ég trúði ekki eigin eyrum þegar að "boom boom pow, i like jacking my style bla" lagið með Fergie og Will.i.am kom í endann á myndinni.. hreint út sagt sjokkeraður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær skemmtun
Ég er buinn að lesa fullt af umfjöllunum um þessa mynd og flestir eru að kvarta undan að söguþáðurinn sé þunnur...
...og ég bara spyr síðan hvenar skiptir það máli í svona bíómynd???
í svona bíómynd vil ég hafa hasar, baradaga atriði, eltingaleiki, sprengingar og fullt fullt af byssum og fljugandi byssukúlum og eina eða tvær ótrulega flottar gellur í alveg níðþröngum leður galla =oP og vitiði hvað?? Það er allt til staðar í þessari mynd og bara alveg helv. vel gert.

Þegar ég fór á þessa bíómynd hafði ég ekki miklar væntingar þar sem ég hef ekki mikið álit á flestum leikurunum í þessari mynd, en meira að segja "Mr. Step up" tókst að vera bara helvíti fínn og ég er að pæla í að hætta bara að kallan "Mr. Step up" og fara bara og gá hvað hann heitir =oD
Sienna Miller eða hvað kellan heitir hefur mér fundist hundleiðileg leikkona, gullfaleg, en henni hefur tekist að klúðra einföldustu línum ( svona eins og Arnold Swarts. að reyna að gráta slæmt klúður ) En Hún var bara frábær, svo góð að ég hélt í smástund að þetta hlyti bara að vera einhver sem liti út eins og hún en kynni að leika.

Ef þú verður að hafa pottþéttan og "þykkan" söguþráð mæli ég frekar með því að þú farir á næstu videoleigu og legir þér note book eða eithvað álíka.
En ef þú getur horft á mynd til að skemmta þér og hafa gaman af þá er þetta mynd fyrir þig.

8 / 10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gott grín! Nei, bíddu...
Ef að nægilegt skemmtanagildi er til staðar þá finnst mér yfirleitt furðulega gaman að horfa á bíómyndir sem matreiða hasar, húmor og vitleysu í trylltum skammti. Flest öll lykilhráefnin þurfa að ganga upp, því ef svo er, þá er maður tilbúinn til að fyrirgefa vondum söguþræði, einhliða persónusköpun svo ekki sé minnst á lógíu. G.I. Joe: The Rise of Cobra hefði getað orðið aulalega skemmtileg hefði Stephen Sommers m.a. rennt aðeins betur yfir handritið áður en hann kvikmyndaði það. En jafnvel þá hefði myndin samt verið útötuð í ókostum. Í stað þess að vera ánægjuleg afþreying er hún dæmigerð steypa sem hefur þá kvikindislegu bölvun að vera sprenghlægileg, þá óviljandi, margoft.

Handritið er alls ekki eini gallinn, en samt mest áberandi gallinn. Það angar af þreyttum klisjum ásamt framvindu sem við öll þekkjum eins og handarbakið á okkur. Söguþráðurinn er fyrirsjáanlegur og meira að segja þegar myndin ætlast til að koma áhorfandanum á óvart, þá er maður þegar fimm skrefum á undan henni. Til að bæta gráu ofan á svart er öll aburðarásin svo fjandi óspennandi og persónurnar nánast allar staðlaðar og leiðinlegar (karakterinn Snake Eyes stóð þar sérstaklega upp úr, enda jafn mikill feill og búningurinn hans - af hverju voru varir á grímunni?!?). Frásögnin drullar samt hvað mest upp á bak með alveg hreint glötuðum (og hallærislega staðsettum) flashback-senum sem eiga að gefa myndinni meiri vídd, þegar þetta eru meira bara sóðaleg handritsskrif. Ég undirstrika það samt að ég horfði aldrei á teiknimyndirnar (né lék ég mér með dótið) í æsku, þ.a.l. hef ég ekki minnstu hugmynd um hvort myndin sé í stíl við þættina eða ekki. Ef svo er, þá vil ég aldrei sjá þá.

Leikurinn er samt því miður ekki mikið skárri en innihaldið. Ég missti þó ekkert álit á leikurunum enda vantar öllum einhvern tímann pening og maður finnur auðveldlega fyrir því að þeir höfðu sorglega lítið til þess að vinna úr. Allra verstur var þó vondi kallinn (ekki Christopher Eccleston, heldur hinn), sem var fullýktur, næstum því of ýktur fyrir mynd sem er mestmegnis byggð á teiknimyndaseríu og leikföngum! Bara það að hlusta á hann tala minnti mig óvenju mikið á Justin Long úr Zack & Miri Make a Porno.

Reyndar mætti saka hvern og einn leikara um ofleik, en þar fær Sommers á sig alla skömmina. Ég man þegar hann gerði meira við myndirnar sínar en að punga út brelluskotum sem auglýsa sig og vefjast utan um grautþunna sögu. Það var oftast meira til staðar, svosem gott samspil leikara eða fílingur sem hélt manni í réttum gír. Allavega væri ég til í að sjá meira sem er efnislega í líkingu við The Jungle Book, The Mummy eða jafnvel hina ofvirku - og alltof vanmetnu - skrímslamynd, Deep Rising. Frá og með The Mummy Returns breyttist markmiðið í að troða eins mörgum brelluskotum og væri hægt í tveggja tíma mynd, og brellurnar hafa jafnvel oftast reynst frekar slappar. A.m.k. er ég mjög tregur til að hrósa tölvuvinnunni í G.I. Joe. Fannst hún alveg mátt vera betur fínpússuð.

Af þeim mörgu hefðbundnu hasarsenum sem myndin inniheldur var reyndar ein sem mér fannst nokkuð skemmtileg: Eltingarleikurinn í París. Þar poppaði upp smá vottur af adrenalíni, þótt kjánahrollurinn gerði það líka. Mér finnst líka drepfyndið hvernig sumir bílarnir í myndinni springa í loft upp við minnsta árekstur.

G.I. Joe: The Rise of Cobra (til hvers að hafa þetta undirheiti?) er við það að vera móðgun gagnvart sínum eigin geira. Hún er heiladauð afþreyingarmynd án afþreyingarinnar. Ég hefði gjarnan viljað svipaða upplifun úr þessari mynd og "hinni" Hasbro-mynd sumarsins, Transformers 2. Ójá, fólk getur skitið yfir þá mynd að vild, en það er erfitt að neita því að hún hefur meira að bjóða upp á heldur en þessi gerir. Í versta falli dáist maður að brellusýningunni þar. Hérna líður manni eins og maður hafi séð þetta allt áður. Hugmyndirnar vantar ekki svosem, en það vantaði almennilegt fagfólk til að vinna betur úr þeim.

4/10 - Einkunnin fer í það skraut sem leikararnir voru (sérstaklega Sienna Miller og Rachel Nichols - nammi namm) og eitt gott hasaratriði.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.08.2014

Metaregn Guardians of the Galaxy

Bandaríska Marvel ofurhetjumyndin Guardians of the Galaxy virðist ætla að taka bandaríska bíóheiminn með trompi þesssa helgina, en myndin, sem verður frumsýnd í dag föstudag í Bandaríkjunum, var forsýnd í gær og raka...

22.04.2012

Ný og töffaraleg G.I. Joe plaköt

Ég held að margir geta verið sammála því að G.I. Joe: Retaliation lítur aðeins betur út en maður bjóst við. Fyrri myndin, sem Stephen Sommers leikstýrði, féll ekkert sérstaklega vel í kramið hjá kvikmyndaáhugamönnum...

13.12.2011

G.I. Joe 2 gírar sig heldur betur upp

Ef þér fannst 2009-myndin G.I. Joe: The Rise of Cobra vera unaðslega skemmtileg afþreyingarmynd, þá er ég hræddur um að þú sért í algjörum minnihluta. Þangað til í dag hafa kvikmyndaáhugamenn ekki verið mikið...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn