Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
The Mummy Returns er mjög góð spennumynd með góðan húmor sem gerir mikið fyrir myndina. Leikararnir fara á kostum sérstaklega Brendan Fraser. Þessi mynd fékk 193,2 miljónir dollara sem er nokkuð gott. Ég mæli mikið með þessari mynd hún skartar flottum persónum og eitthvað annað.
The Mummy Returns er frábær spennumynd með góðum leikurum þetta er mjög flott mynd með góðan húmor og Brendan Fraser er frábær í Mummy Returns. Leikararnir standa sig mjög vel í þessari mynd Brendan Fraser(Crash) stendur sig mjög vel líka Rachel Weisz(Envy) og Jhon Hannah sem er ekkert rosalega þekktur samt búinn að leika í fjórum myndum. myndin fékk 193,2 Milljónir dollara sem er nokkuð gott. Ég mæli rosa mikið með þessari mynd og það er nauðsin,kíkið á hana.
The Mummy Returns er frábær mynd sem ég mæli mikið með. Þeir sem eru ekki búnir að sjá hana eru að missa af miklu. Húmorinn er frábær, það eru góðar tæknibrellur og leikararnir eru frábærir sérstaklega Brendan Fraser(Crash) sem leikur snilldarleik sinn í þessari mynd.Ég mæli mikið með þessari mynd.
Í þessari annari mynd af The Mummy seríunum fer Brendan Fraser (Rick O'Connell) og Rachel Weisz (Evelyn O'Connell) á kostum líkt og í fyrri myndinni,og í þetta sinn hafa þau eignast son að nafni Alex, þau fara inní helli og taka þaðan kistu með armbandi í, þau fara með það heim og Alex setur þetta armband á sig, þetta er ekkert venjulegt armband heldur armband Anubisar (The Rock) þannig að ef meður setur þetta á hönd sína mun her Anubisar vakna eftir 7 daga, fyrir þá sem hafa gaman af hasar og spennumyndum þá mæli ég eindregið með þessari (í rauninni svolítið gömul... hehe) en ég myndi fyrst sjá fyrri myndina
The Mummy returns er bara mjög fín mynd. Hún inniheldur spennu alla leið í gegn, hasar, húmor og svo ekki sé á minnst hóp góðra leikara. En það eru frekar gerfilegar brellur í henni (sérstaklega í endann). The Mummy returns fjallar um hjónin Rick O'Connor (Brendan Frasier) og konu hans Evy (Rachel Weisz).
Þau eiga son saman sem verður rænt af fornri múmíu og leggja þau upp í för í leit af honum. Báðar myndirnar eru mjög skemmtilegar og mæli ég með þeim báðum. Þeir sem ekki hafa séð The Mummy og The Mummy Returns ættu á leigja þær einhvern tíma á næstunni. Þið gætuð verið að missa af einhverju.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
18. maí 2001
VHS:
26. nóvember 2001