Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ljúffeng afþreying!
Julie & Julia er létt mynd fyrir þá sem að vilja slappa af og þá kannski sérstaklega konur. Hún fjallar um tvær konur í senn sem að tengjast þrátt fyrir það að þær hittast aldrei. Myndin er hugljúf og þægileg áhorfar og er algjör ,,feel good" mynd.
Hún fjallar um tvær konur Juliu Child (Meryl Streep) og Julie Power (Amy Adams), þær tengjast í raun og veru ekkert í byrjun myndarinnar.
Julia Child er gift diplómata í bandaríska sendiráðinu í París og leiðist svo að gera ekki neitt að hún fer í kokkaskóla. Julie Powel er gift kona en er virkilega óheppnuð í starfslífinu. Hún vinnur sem símasvarari vegna trygginga í tengslum við 11.09 og leiðist það mjög. Julia Child fer í kokkaskólann og finnur náðagáfu sína, hún fer að kenna og í gegnum mikla streitu tekst henni að gefa út matreiðslubók. Julie ákveður að fara að elda á einu ári upp úr þessari bók og blogga um það, 524 uppskriftir á einu ári. Þannig hefst ferðalag þeirra saman sem að enginn veit hvert leiðir þær.
Amy Adams og Meryl Streep leika saman á ný eftir Doubt og gengur það mjög vel. Meryl Streep stendur sig vel í hlutverki sínu sem Julia Child, hún fékk golden globe fyrir það. Eina athugaverða við hana er hvað hún er með pirrandi rödd (sem að Julia Child var með í alvöru, sem Meryl þurfti að herma eftir). Aukaleikararnir eru ekkert sérstakir en kvikmyndagerð og tónlistin í myndinni setja upp mjög góða stemmningu. Þessa mynd ættu allir matáhugamenn að sjá eða þeir sem kunna vel að meta ,,feel good" myndir.
Julie & Julia er létt mynd fyrir þá sem að vilja slappa af og þá kannski sérstaklega konur. Hún fjallar um tvær konur í senn sem að tengjast þrátt fyrir það að þær hittast aldrei. Myndin er hugljúf og þægileg áhorfar og er algjör ,,feel good" mynd.
Hún fjallar um tvær konur Juliu Child (Meryl Streep) og Julie Power (Amy Adams), þær tengjast í raun og veru ekkert í byrjun myndarinnar.
Julia Child er gift diplómata í bandaríska sendiráðinu í París og leiðist svo að gera ekki neitt að hún fer í kokkaskóla. Julie Powel er gift kona en er virkilega óheppnuð í starfslífinu. Hún vinnur sem símasvarari vegna trygginga í tengslum við 11.09 og leiðist það mjög. Julia Child fer í kokkaskólann og finnur náðagáfu sína, hún fer að kenna og í gegnum mikla streitu tekst henni að gefa út matreiðslubók. Julie ákveður að fara að elda á einu ári upp úr þessari bók og blogga um það, 524 uppskriftir á einu ári. Þannig hefst ferðalag þeirra saman sem að enginn veit hvert leiðir þær.
Amy Adams og Meryl Streep leika saman á ný eftir Doubt og gengur það mjög vel. Meryl Streep stendur sig vel í hlutverki sínu sem Julia Child, hún fékk golden globe fyrir það. Eina athugaverða við hana er hvað hún er með pirrandi rödd (sem að Julia Child var með í alvöru, sem Meryl þurfti að herma eftir). Aukaleikararnir eru ekkert sérstakir en kvikmyndagerð og tónlistin í myndinni setja upp mjög góða stemmningu. Þessa mynd ættu allir matáhugamenn að sjá eða þeir sem kunna vel að meta ,,feel good" myndir.
Ephron bætir sig aðeins
Julie & Julia er ekki ein mynd, heldur tvær myndir í einni sem reyna að spegla hvor aðra efnislega. Önnur myndin er annars vegar hugguleg og hlý en hin voða upp og niður, þrátt fyrir að vera betur leikin. Hlutinn með Amy Adams fannst mér mun skemmtilegri því mér fannst voða lítið athyglisvert um að vera í Meryl Streep-sögunni. Þessar tvær sögur leggjast saman og móta bara andskoti fína mynd yfir heildina sem er ábyggilega það besta sem Nora Ephron hefur gert síðan Sleepless in Seattle. Aftur á móti hefur konan ekki gert eina góða mynd síðan þannig að það er lítið að marka þau orð.
Meryl Streep er ein af þessum leikkonum sem er ekki hægt að segja neitt slæmt um. Hún er alltaf góð eða frábær. En þó svo að hún stóð sig vel sem Julia Child þá fannst mér saga hennar vera heldur ógrípandi. Ephron reynir líka að teygja úr henni eins og hún getur með því að fylla upp í hana með senum sem hafa ekki neitt með heildina að gera, eins og atriðin með Jane Lynch í hlutverki systurinnar. Stanley Tucci (sem lék á móti Streep í The Devil Wears Prada - bíómynd sem á víst að vera algjör stelpusegull) er að vísu mjög góður sem eiginmaður Juliu.
Mótilleikkona Streeps úr Doubt, þ.e. Amy Adams, er æðisleg að venju. Það er eitthvað við þessa leikkonu sem gerir hana ómótstæðilega og ég held að ég sé orðinn feitt skotinn í henni. Meira að segja í ruslmynd eins og Night at the Museum 2 tókst henni að standa upp úr og gera áhorfið skárra. Sjarmi hennar er ein helsta ástæðan af hverju hennar helmingur var svona góður, sem er undarlegt því "persóna" hennar, Julie Powell, eyðir meirihluta myndarinnar í að reyna að vera fræg og hugsa aðeins um sjálfa sig. Adams fékk mig samt sem áður til að styðja sig sama hvað.
Leikstjórn Ephrons er einnig fín almennt þó svo að myndin dragist pínu á langinn, en það er handritinu hennar að kenna fyrir að gera ekki meira með Juliu Child-söguna. Mér finnst líka svekkjandi að handritið skuli ekki hafa farið meira út í það hvað Child þótti í rauninni um tilraunir Powells. Það er stutt sena sem gefur það í skyn en síðan fær maður ekkert að vita meira og það gerði mig svolítið pirraðan. Myndin endar svo stuttu síðar, sem er ennþá meira bögg því þessi litli þráður skilur haug af spurningum eftir sig.
Julie & Julia er yfir heildina ágætlega kósí mynd sem ég giska að konur á öllum aldri ættu að fíla, þ.e.a.s. ef þær gera ekki eins miklar kröfur til handrita og ég. Þetta er tilvalin mynd til að horfa á uppi í mjúkum sófa í náttfötunum með teppi og kakóbolla. Svo tala ég nú ekki um það hvað ræman er asskoti girnileg á köflum og ég held að ég hafi ekki slefað svona mikið yfir matargerð í kvikmynd síðan Chocolat (borið fram Sjok-ó-lad) með Johnny Depp kom út.
6/10
Julie & Julia er ekki ein mynd, heldur tvær myndir í einni sem reyna að spegla hvor aðra efnislega. Önnur myndin er annars vegar hugguleg og hlý en hin voða upp og niður, þrátt fyrir að vera betur leikin. Hlutinn með Amy Adams fannst mér mun skemmtilegri því mér fannst voða lítið athyglisvert um að vera í Meryl Streep-sögunni. Þessar tvær sögur leggjast saman og móta bara andskoti fína mynd yfir heildina sem er ábyggilega það besta sem Nora Ephron hefur gert síðan Sleepless in Seattle. Aftur á móti hefur konan ekki gert eina góða mynd síðan þannig að það er lítið að marka þau orð.
Meryl Streep er ein af þessum leikkonum sem er ekki hægt að segja neitt slæmt um. Hún er alltaf góð eða frábær. En þó svo að hún stóð sig vel sem Julia Child þá fannst mér saga hennar vera heldur ógrípandi. Ephron reynir líka að teygja úr henni eins og hún getur með því að fylla upp í hana með senum sem hafa ekki neitt með heildina að gera, eins og atriðin með Jane Lynch í hlutverki systurinnar. Stanley Tucci (sem lék á móti Streep í The Devil Wears Prada - bíómynd sem á víst að vera algjör stelpusegull) er að vísu mjög góður sem eiginmaður Juliu.
Mótilleikkona Streeps úr Doubt, þ.e. Amy Adams, er æðisleg að venju. Það er eitthvað við þessa leikkonu sem gerir hana ómótstæðilega og ég held að ég sé orðinn feitt skotinn í henni. Meira að segja í ruslmynd eins og Night at the Museum 2 tókst henni að standa upp úr og gera áhorfið skárra. Sjarmi hennar er ein helsta ástæðan af hverju hennar helmingur var svona góður, sem er undarlegt því "persóna" hennar, Julie Powell, eyðir meirihluta myndarinnar í að reyna að vera fræg og hugsa aðeins um sjálfa sig. Adams fékk mig samt sem áður til að styðja sig sama hvað.
Leikstjórn Ephrons er einnig fín almennt þó svo að myndin dragist pínu á langinn, en það er handritinu hennar að kenna fyrir að gera ekki meira með Juliu Child-söguna. Mér finnst líka svekkjandi að handritið skuli ekki hafa farið meira út í það hvað Child þótti í rauninni um tilraunir Powells. Það er stutt sena sem gefur það í skyn en síðan fær maður ekkert að vita meira og það gerði mig svolítið pirraðan. Myndin endar svo stuttu síðar, sem er ennþá meira bögg því þessi litli þráður skilur haug af spurningum eftir sig.
Julie & Julia er yfir heildina ágætlega kósí mynd sem ég giska að konur á öllum aldri ættu að fíla, þ.e.a.s. ef þær gera ekki eins miklar kröfur til handrita og ég. Þetta er tilvalin mynd til að horfa á uppi í mjúkum sófa í náttfötunum með teppi og kakóbolla. Svo tala ég nú ekki um það hvað ræman er asskoti girnileg á köflum og ég held að ég hafi ekki slefað svona mikið yfir matargerð í kvikmynd síðan Chocolat (borið fram Sjok-ó-lad) með Johnny Depp kom út.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony/Columbia Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
4. desember 2009
Útgefin:
29. apríl 2010