Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ágætis mynd. Hún er fyndin og spenandi. En samt ekkert mynd sem maður á að fara á í bíó. Þú getur alveg eins beðið þángað til að hún kemur á spólu. Jú jú ágætis afþreiing. Þetta er um mjög vinsælan veðurfréttamann (John travolta) sem kaupir vélsleðabúð og tapar verulega á því. Þannig að hann ætlar að svindla svolítið í lottói. Og þarf hjálp stjórnanda lótto þáttarins(Lisa Kudrow) á stöðinni sem hann vinnur á. Og svo lendur hann í virkilegri klípu því að fleirri og fleirri vilja vera með í þessu svindli hanns og græðir hann eithvað á þessu öllu saman.
Sumar myndir eiga bara koma beint á myndband. Lucky Numbers er ein af þeim. Myndin fjallar um ríkan veðurfréttamann sem er að missa allt út úr höndunum og allt stefnir í gjaldþrot. Hann reynir að svindla í lottói ásamt kærustu sinni. Hugmyndin að myndinni er góð en alveg einstaklega illa útfærð í þessari mynd. Handritið er svo götótt að það er beinlínis vandræðalegt að horfa á þessa tvo leikara reyna að rembast. Travolta bjargar því sem bjargað verður og er ágætur sem veðurfréttamaðurinn. Sleppið þessari eða allaveg bíðið þar til hún kemur á spólu.
Getur einhver sagt "vídeó-mynd?"
Mikið helvíti hlýtur það að vera erfitt að klúðra svartri gamanmynd sem hefur skemmtilega grunnhugmynd og leikara á borð við John Travolta, Lisa Kudrow (sem er góð leikkona en hefur alltaf farið í taugarnar á mér í Friends, af einhverjum ástæðum), Tim Roth, Bill Pullman og Michael Rapaport. Leikstýrunni Nora Ephron tekst það! og það er auðséð að hún eigi einungis heima í dúnmjúkum rómantískum gamanmyndum eins og Sleepless in Seattle og You've Got Mail. Ephron hefur greinilega bara ekki nógu svartan húmor. Gáfaðra hefði verið að fá einhvern eins og Frank Oz í leikstjórastólinn.
Handritið er troðfullt af skemmtilegum uppákomum og maður finnur fyrir því hvað þetta gat orðið miklu fyndnara. Það er bókstaflega allt til staðar nema húmorinn. Leikararnir eru fínir, söguþráðurinn skemmtilegur og framvindan stundum spennandi. Það er afar klikkaður fílingur yfir myndinni, og eins og ég segi, í höndum einhvers annars hefði þetta getað orðið að einhverju eftirminnilegra.
Það er bara alls ekki hægt að segja neitt mikið um Lucky Numbers. Hún er fljótgleymd og ómerkileg í alla staði þar sem hún týndi aðalhráefninu. Eftir nokkur ár mun enginn muna eftir þessari mynd, og ég gæti rétt eins verið talinn með. Ég verð samt að viðurkenna að það fyndnasta við myndina hafi verið lítið gestahlutverk sem Michael Moore tekur að sér, þar sem hann talar óþægilega mikið um sjálfsfróun.
5/10
Mikið helvíti hlýtur það að vera erfitt að klúðra svartri gamanmynd sem hefur skemmtilega grunnhugmynd og leikara á borð við John Travolta, Lisa Kudrow (sem er góð leikkona en hefur alltaf farið í taugarnar á mér í Friends, af einhverjum ástæðum), Tim Roth, Bill Pullman og Michael Rapaport. Leikstýrunni Nora Ephron tekst það! og það er auðséð að hún eigi einungis heima í dúnmjúkum rómantískum gamanmyndum eins og Sleepless in Seattle og You've Got Mail. Ephron hefur greinilega bara ekki nógu svartan húmor. Gáfaðra hefði verið að fá einhvern eins og Frank Oz í leikstjórastólinn.
Handritið er troðfullt af skemmtilegum uppákomum og maður finnur fyrir því hvað þetta gat orðið miklu fyndnara. Það er bókstaflega allt til staðar nema húmorinn. Leikararnir eru fínir, söguþráðurinn skemmtilegur og framvindan stundum spennandi. Það er afar klikkaður fílingur yfir myndinni, og eins og ég segi, í höndum einhvers annars hefði þetta getað orðið að einhverju eftirminnilegra.
Það er bara alls ekki hægt að segja neitt mikið um Lucky Numbers. Hún er fljótgleymd og ómerkileg í alla staði þar sem hún týndi aðalhráefninu. Eftir nokkur ár mun enginn muna eftir þessari mynd, og ég gæti rétt eins verið talinn með. Ég verð samt að viðurkenna að það fyndnasta við myndina hafi verið lítið gestahlutverk sem Michael Moore tekur að sér, þar sem hann talar óþægilega mikið um sjálfsfróun.
5/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$65.000.000
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
19. október 2001
VHS:
7. febrúar 2002