Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Extract 2009

Working for the Man Sucks. Being the Man Blows.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 62% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Joel, eigandi djúsverksmiðju, reynir að leysa úr óteljandi vandamálum sem tengjast vinnu og einkalífi. Á meðal vandamálanna er konan hans sem hugsanlega heldur framhjá honum og starfsmenn hans í verksmiðjunni eru að reyna að notfæra sér hann og mjólka fé útúr fyrirtækinu.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Ágæt en bragðlítil
Þrjú orð: Vantar meiri húmor! Gerist ekki einfaldara en það, en það er líka vegna þess að maður horfir ekki á mynd eins og Extract - eða bara Mike Judge-mynd yfir höfuð - án þess að ætlast til að hlæja. Ég hef reyndar aldrei staðið á þeirri skoðun að Office Space sé einhver gargandi snilld, en þrátt fyrir það þykir mér hún vera ein af frumlegri költ-gamanmyndum tíunda áratugarins. Frumlegheitin hjá Judge héldu síðan áfram með metnaðarfullri en afar píndri gamanmynd sem hét Idiocracy. Sú mynd var ástæðan af hverju Extract bauð meira upp á efasemdir hjá mér heldur en bjartsýni áður en ég sá hana. Í besta falli get ég sagt að þetta sé miklu betri mynd heldur en Idiocracy. Hún hefur rétta efniviðinn til þess að geta orðið að frábærri, steiktri gamanmynd. Bara verst að hún notar hann í frekar takmörkuðu magni.

Extract er fyndin en alveg merkilega óminnisstæð mynd sem hefur öll helstu Mike Judge-einkennin: Súran húmor, sem nær til manns í hversdagsleika sínum, og litríkar persónur, sumar skondnar og aðrar óþolandi (á fyndinn hátt). Persónulega fannst mér vanta fleiri uppákomur í myndina. Það virkar eins og hún hafi farið í framleiðslu með aðeins hálfklárað handrit. Sumir leikararnir fá heldur ekkert að gera, eins og J.K. Simmons, Kristen Wiig, Clifton Collins Jr. og Mila Kunis, og þetta eru frekar mikilvæg hlutverk. Þau gera sitt besta með það sem þau eru með í höndunum, og ná m.a.s. að móta líflegar aukapersónur, en samt standa þau bara og horfa út í loftið. Jason Bateman er fínn þó svo að hann þurfi að læra að hætta að taka við hlutverkum sem minna á Michael Bluth úr Arrested Development. Hann er búinn að vera fastur í þeim karakter í mörg ár núna, og Dodgeball er e.t.v. eina undantekningin. Ben Affleck, David Koechner og Dustin Milligan stálu allir sínum senum, enda fengu þeir eitthvað aðeins meira að gera heldur en sumir aðrir.

Það voru nokkrar senur sem fengu mig til að hlæja upphátt en satt að segja á ég voða erfitt með að muna eftir þeim. Ég held að Judge hefði getað gert hér stórskemmtilega gamanmynd hefði hann lagt meiri vinnu og metnað í hana. Hún hefði þurft að vera miklu fyndnari og breiðari til að ganga betur upp. Kannski Judge hafi verið latur því myndirnar hans gera aldrei góða hluti í miðasölunum. Extract virkar allavega ekki á mig sem mynd sem á skilið einhvern költ-status, en það er fínt að horfa á hana þegar maður hefur ekkert betra að gera.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn