Náðu í appið
Idiocracy
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð
GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd

Idiocracy 2006

In the future, intelligence is extinct.

6.6 138528 atkv.Rotten tomatoes einkunn 76% Critics 6/10
84 MÍN

Collins yfirforingi hefur farið fyrir einu leynilegasta tilraunaverkefni bandaríska hersins til þessa dags; mennska svefnverkefninu. Ef það heppnast, þá mun það geta haldið fólki sofandi þar til þess er mest þörf. Fyrsta tilraunadýrið er Joe Bowers, sem er valinn af því að hann er venjulegasti maðurinn í hernum. En á meðan hann og hitt tilraundadýrið, gleðikonan... Lesa meira

Collins yfirforingi hefur farið fyrir einu leynilegasta tilraunaverkefni bandaríska hersins til þessa dags; mennska svefnverkefninu. Ef það heppnast, þá mun það geta haldið fólki sofandi þar til þess er mest þörf. Fyrsta tilraunadýrið er Joe Bowers, sem er valinn af því að hann er venjulegasti maðurinn í hernum. En á meðan hann og hitt tilraundadýrið, gleðikonan Rita, sofa í hylkjum sínum, þá fer allt á versta veg, herstöðinni er lokað, og allri vitneskju um verkefnið er neitað. Nú líða 500 ár og allt hefur verið á niðurleið í heiminum allan þann tíma. Mannfólkið er orðið foráttuheimskt, rusl safnast í fjöll, og menn tala aðallega um skít og kynlíf. Joe vaknar nú úr dáinu og tekur gáfnapróf og nú er hann gáfaðasti maður á jörðinni! Forsetinn vill að hann leysi öll helstu vandamál heimsins, og býður honum fulla náðun ef það tekst. ... minna

Aðalleikarar

Luke Wilson

Cpl. "Average Joe" Bauers/"Not Sure"

Dax Shepard

Frito Pendejo

Terry Crews

President Dwayne Elizondo Mountain Dew Herbert Camacho

Anthony 'Citric' Campos

Secretary of Defense

David Herman

Secretary of State

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Hugmyndin bakvið þessa mynd er ansi góð. Luke Wilson leikur algjöran meðaljón sem tekur þátt í tilraun þar sem hann á að sofa í eitt ár. Eitthvað fer úrskeiðis og hann vaknar árið 2505. Mannkynið hefur þá þróast þannig að allir eru nautheimskir og Wilson er gáfaðaðsti maður í heimi. Myndin er mjög fyndin á köflum og mjög leiðinleg á köflum. Það að allir er heimskir hættir að vera fyndið frekar fljótlega og þá kemur í ljós að það vantar eitthvað í handritið. Mæli með þessari fyrir unglinga, veit ekki með aðra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn