Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er fyndnari en mig minnti og hún hefur elst furðu vel. Teikningarnar voru aldrei nein listaverk og það skiptir engu máli. Aðalmálið er að sagan er skemmtileg og brandararnir fyndnir, þó að þeir séu pínu óþroskaðir. Plottið er dýpra en flesta grunar. Allt byrjar þetta á að B&B verða að standa upp úr sófanum sínum af því að sjónvarpuni þeirra var stolið. Þeir komast í tæri við bófapar sem að Bruce Willis og Demi Moore tala fyrir. Allt endar þetta með því að félagarnir verða flóttamenn með FBI á hælunum, eiginlega án þess að vita af því. Myndin fer víða um bandaríkin, t.d. Hoover Dam (is that a god dam?), Las Vegas (do they have a lot of sluts in Las Vegas?) og Washington (we´re in Wasington, we´re gonna score now!). Svo hitta þeir feður sína á þess að fatta það og meira að segja Bill Clinton. Huh huh.
Fimmaurabrandarar geta verið mjög fyndnir, það sannast með þessari mynd. Ég mana ykkur til að horfa á sýnishornið og hlægja ekki. “Get out of the cock-pit”..”huh huh, you said...”. Fimmaurahúmoristar, fáið ykkur “full cavity search” og tékkið aftur á þessari!
Mike Judge, sem leikstýrir myndinni, talar fyrir bæði Beavis og Butthead.
“I am the great Cornholio. I need T.P. for my bunghole”
Beavis og Butthead eru einhverjar fyndnustu teiknimyndapersónur sem skapaðar hafa verið að mínu mati. Hvort sem það er furðulegur og einstakur ófríðleiki þeirra félaga, asnalegir hláturkækir, einstök heimska þeirra eða barnalegur neðanbeltis-klósetthúmorinn, þá nær þetta allt að verða fyndið án þess að ganga of langt né of stutt.
Málið með fyrirbærið Beavis og Butthead er að annaðhvort elskar fólk þá, eða þolir þá ekki, þannig að fyrir fólk sem fannst þættirnir ekkert spes, ekki búast við öðru í þessari mynd. En fyrir okkur hin sem fílum þessa dáðadrengi, er þessi mynd hin besta skemmtun. Ég segi þrjár stjörnur.
Alveg í lagi og bráðfyndin teiknikvikmynd um þá kumpána Beavis og Butt-head sem verða fyrir því óláni að sjónvarpinu þeirra er stolið og þegar þeir ætla að redda sér nýju tæki blandast þeir inn í meiriháttar vesen fyrir algjöran misskilning og ekki líður á löngu þar til þeir eru eftirlýstir af FBI. Já, þetta er ágætis skemmtun og í þau nokkur skipti sem ég hef horft á hana veltist ég um af hlátri yfir þessum svarta húmor en lengra í gæðum nær hún ekki. Þetta er í rauninni bara einn Beavis og Butt-head þáttur í lengri kantinum og býður upp á fátt annað en það sem þættirnir gerðu. Stjörnur á borð við Demi Moore, Bruce Willis og Robert Stack ljá sumum persónanna rödd sína og ekki er það nú verra. En já, það besta við þessa mynd er að hún er lífleg og fyndin en þegar allt kemur til alls er hún ekkert sérstök og skilur ekkert eftir sig. Hún fær samt tvær og hálfa stjörnu fyrir það að húmorinn í henni er alltaf jafn brilliant. Beavis og Butt-head eru klassískir karakterar þó að þessi mynd sé það ekkert endilega.
Eftir að þættirnir um Beavis og Butt-head náðu þvílíkum vinsældum á MTV, þá hlaut að koma að því að gera kvikmynd um þessa félaga. Þegar að þeir Beavis og Butt-head komast að því að sjónvarpinu þeirra hefur verið stolið, fara þeir í einskonar journey í leit að tækinu. Og áleiðis í leitinni kynnast þeir fullt af skrýtnum persónum, eins og Muddy(Bruce Willis), Dallas(Demi Moore)og lenda í allskonar rugl ævintýrum á kostnað þeirra. Þessi mynd er virkilega fyndin og alveg hægt að horfa á aftur og aftur. Hver man ekki eftir línum eins og: Are you threatening me? I am Cornholio. Ef þið eruð ekki búin að sjá þessa mynd nú þegar, mæli ég með að þið farið á næstu leigu og skellið ykkur á eintak. Þó að hún nái ekki að toppa þættina, þá nær hún að gera góð skil hvað varðar grín og vitleysu. Topp gamanmynd.