Ég verð víst að vera ósammála mörgum um Office space. Hún er ekki svona góð. Og ekki svona fyndin heldur nema ef vera skyldi hjá Gary Cole('Yeah...that would be great')og Stephen Root en hinir leikararnir eru ekki alveg að standa sig. Jennifer Aniston kemur reyndar sterk inn, aldeilis munur að sjá hana annarsstaðar en í Friends. Byrjunin á myndinni lofar gulli og grænum skógum og maður heldur að þetta sé rosalega góð svört kómedía(þrátt fyrir allt er hún svört)en svo missir hún alveg flugið og verður jafnvel þreytandi þegar hún er rúmlega hálfnuð. Ég verð þó að splæsa tveimur stjörnum fyrir það að ég persónulega hef gaman af svörtum kómedíum og þær eru aldrei alslæmar svo og súper frammistöðum hjá Cole, Root og Aniston. Office space er því að mínu mati ekki svona góð en það er alltílæ að grípa hana ókeypis með annarri nýrri sértu úti á leigu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei