The Messenger: The Story of Joan of Arc (1999)16 ára
( Joan of Arc, Jeanne d'Arc )
Frumsýnd: 26. desember 1999
Tegund: Drama, Ævintýramynd, Stríðsmynd, Söguleg, Æviágrip
Leikstjórn: Luc Besson
Skoða mynd á imdb 6.4/10 56,166 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Sagan af Jóhönnu af Örk í stórfenglegri kvikmyndaútfærslu
Söguþráður
Sagan hefst árið 1412. Ung stúlka að nafni Jeanne fæðist í Domrémy í Frakklandi. Lífið er erfitt: hundrað ára stríðið við England hefur staðið frá 1337, enskir riddarar og hermenn eru um allt land á ferli. Jeanne verður ung mjög trúuð, og skriftar mörgum sinnum á dag. 13 ára gömul sér hún fyrstu sýnina og finnur sér sverð. Þegar hún kemur heim með sverðið, þá eru Englendingar komnir inn í heimabæ hennar. Nokkrum árum síðar, eða árið 1428, þá veit hún að það er hennar heilagt verkefni að losa Frakka undan Englendingum, þannig að hún fer á fund Charles, the Dauphin, konungs Frakklands Hann er í erfiðri hernaðarlegri stöðu, og er þakkátur fyrir alla hjálp sem hann fær, og gefur jómfrúnni ungu tækifæri til að framfylgja köllun sinni. Eftir árangursríka frelsun Orléans og Reims, þá er hægt að krýna konunginn samkvæmt hefð í dómkirkjunni í Reims - og hann þarfnast nú Joanna ekki lengur, þar sem vilji hans hefur ræst. Jeanne d'Arc, eða Jóhanna af Örk, fellur í gildru og lendir í fangelsi hjá Búrgúndarmönnum. Í réttarhöldunum yfir henni, undir enskum lögum, þá er ekki hægt að neyða hana til að segja frá guðlegum sýnum sem hún hefur fengið frá því hún var barn. Hún er sakfelld fyrir galdra og trúvillu, og dæmd til dauða. Hún er síðan brennd lifandi úti á torgi í Rouen þann 30. maí, 1431, aðeins 19 ára gömul.
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 30% - Almenningur: 59%
Svipaðar myndir