Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Kill Bill: Vol. 1
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað er hægt að segja um KillBill annað en að þetta er snilld.Tarantino fer sína eigin leiðir og er að ég held einungis að gera sjálfum sér til geðs og gefur Hollywood einn á hann með þessari ræmu.Samtöl eru frábær og enn heldur hann áfram að endurvekja gamlar stjörnur(Carradine)og gamla hetjan Sonny Chiba flottur líka.ENGINN TOPPAR TARANTINO
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hulk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd þegar að hún kom í bíó og svo aftur þegar hún kom út á DVD og verð að segja að þetta er með bestu superhetjumyndum sem ég hef séð, með Batman og Spiderman. Fjallar myndin um Bruce Banner sem er snjall vísindamaður sem lendir í því atviki að verða fyrir gammageislun og breytist í hinn ógurlega Hulk þegar hann reiðist. Þessi mynd byrjar á því að kynna persónurnar fyrst til sögu svona fyrsta klukkutímann af myndinni og tekst Ang Lee að gera það mjög vel. Svo byrjar actionið á fullu þegar að Hulk sjálfur kemur á skjáinn og það var alveg ótrúlega gaman að sjá hann á hvíta tjaldinu í fyrsta sinn. Þessi mynd hefur engann galla. Sagan er mjög vel sögð, tæknibrellurnar eru alveg ótrúlegar og þá sérstaklega vinnan á Hulk sjálfum, spennan er góð og leikararnir standa sig með prýði. Það sem er kostur þessarar myndar miðað við aðrar superhetjumyndir er að leikstjórinn reynir meira á persónurnar og söguna heldur en actionið. Ég vonast til þess að það verði ekki gert framhald út af því að endirinn á myndinni gefur það til kynna að það eigi ekki að gera framhald. Þeir sem eiga eftir að sjá þessa mynd, mæli ég með að þeir sjái þessa strax. Hún fær 3 og hálfa hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stuck on You
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er nokkuð fyndin mynd á tímum og Matt Damon og Greg Kinnear eru mjög fyndnir sem bræðurnir tveir. Það eru mörg fyndin atriði í myndinni sem hægt er að hlæja að en það sem vantar í þessa mynd miðað við hinar myndirnar sem bræðurnir gerðu er að skemmtanagildið er ekki eins mikið og í hinum myndunum. Annars er þessi mynd bara hin fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Freddy vs. Jason
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það sem mér fannst gott við þessa mynd er að stundum á tímum er hún alveg drepfyndinn. Það er gaman að sjá Freddy og Jason saman í bíómynd. Ég hafði nú aldrei séð neina mynd af Friday the 13th seríunni nema þá fyrstu og reyndar Jason X, sem að er glötuð. En ég get alveg sagt að þessi mynd er betri en allar Nightmare on Elm Street myndirnar til samans, fyrir utan þá fyrstu. Það er notuð sama formúlan í þessari mynd og í hinum myndunum, það er að segja nóg af blóði og ógeði sem að einkennir þessar myndir(það er að segja Friday the 13th og Nightmare on Elm Street seríurnar), þó að það sé aðeins sýnt á bakvið í þessari mynd hvers vegna Freddy og Jason enduðu á því að vera morðingjar. Ronny Yu er alveg tilvalinn til að leikstýra svona mynd því að hann hefur reynslu í því að gera svona myndir. Dæmi: Bride of Chucky. Af hverju ég gef þessari mynd 2 stjörnur er vegna þess að þessi mynd er betri en allar framhaldsmyndirnar af Nightmare on Elm Street og Friday The 13th. Ef ég ætti að bera hana saman við 1. Nightmare myndina þá er hún bara brandari. En þeir sem hafa gaman af svona vitleysu og vilja mikið af blóði, mæli ég með henni en aðrir eiga að halda sig frá henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Passion of the Christ
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er komin 3. mynd leikarans Mel Gibson sem leikstjóra, The Passion of the Christ, sem ég verð að segja er í einu orði snilldarverk. Það er alveg sama hvaða verkefni hann Mel kallinn tekur að sér, hvort sem hann er að leika eða að leikstýra mynd, þá gerir hann sitt verk með glæsibrag. Hér segir frá síðustu 12 klukkustundum í lífi Jesús Krists, allt frá síðustu kvöldmáltíðinni og til krossfestingu hans. Það er ótrúlegt hvað hann lagði mikinn metnað í þessa mynd. Hann fer eins vel og hann getur eftir guðspjöllunum og að mínu mati tekst honum að segja frá atburðinum stórkostlega. Ég hef aldrei á ævi minni séð jafn átakanlega mynd á ævi minni. Sum atriði í myndinni eru svo átakanleg að það er varla hægt að horfa á þau. Ég gat það varla. Það er sagt að þessi mynd er mjög ofbeldisfull og er ég sammála því en hann er bara að segja frá þessu eins og þetta gerðist. Kvikmyndatakan í myndinni er mjög góð, tónlistin er alveg meiriháttar góð, leikstjórn Mels snilld, öll tæknivinna mjög góð og leikararnir standa sig allir mjög vel, og þá sérstaklega Jim Caviezel sem leikur Jesús af stakri snilld að maður bara trúir varla öðru. Mel hefði ekki getað fundið betri leikara en hann til að leika Jesús. Maia Morgenstern leikur móður Jesús Krists af mikilli snilld. Svo er Monica Bellucci líka mjög góð sem María Magdalena. Þessi mynd á eftir að fá misgóða dóma frá fólki það er ég alveg viss um, enda er þetta ein umtalaðasta mynd ársins. En hún á eftir að sjokkera ykkur. Hún gerði það allavega við mig, mér leið bara illa eftir að ég kom út úr bíósalnum. Þó að bíóárið sé ekki hálfnað, þá get ég alveg sagt að þetta verður ein af bestu myndum ársins og er strax orðin ein af bestu myndum sem ég hef séð. Það verður spennandi að sjá hvað verður næsta verkefni hans sem leikstjóri. Og tvennt í lokin: 1. Kíkjið á fyrstu myndina sem Mel Gibson gerði sem er Man without a face sem er mjög hugljúf og góð mynd. 2. Og ég vil vara fólk við eins og annar gagnrýnandi hefur sagt frá: ÞESSI MYND ER EKKI FYRIR VIÐKVÆMAR SÁLIR.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Return of the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd, með Kill Bill, er ein besta mynd sem ég hef séð á árinu. Tæknibrellurnar eru stórkostlegar eins og í hinum myndunum, allir helstu leikararnir standa sig frábærlega. Myndin byrjar frekar hægt en þegar kemur að seinni hluta myndarinnar þá stoppar actionið ekki. Bardaginn í Minas Tirith er örugglega rosalegasta bardagaatriði (með Helm´s Deep bardaganum) sem ég hef séð í bíómynd. Það sem mér fannst gott hjá Peter Jackson var að hann fer mun betur eftir ROTK bókinni heldur en hann gerði í TTT bókinni, en hann breytir samt einhverju eins og maður átti von á. Ég get samt ekki kvartað. Þessar myndir eru meistaraverk, hver mynd fyrir sig. Maður er núna strax farinn að hlakka til þess að sjá útgáfu hans af King Kong(verður vonandi góð).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hours
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Hours er samblanda af frábærri leikstjórn,frábæru handriti,kyngimögnum leik margra úrvalsleikara og æðislegri tónlist frá meistaranum Phillip Glass.Það hvernig myndin tvinnast saman er ótrúlega flott.Eins góður leikur og Kidman sýnir þá fannst mér Julianne Moore stela senunni en þó aðeins naumlega.Ed Harris er ótrúlega traustur og magnaður leikari sem nýtur sín oftast best í aukahlutverkum(sjáið hann í Just Cause)og fer með hlutverk alnæmissmitaða skáldsins óaðfinnanlega.Líka gaman að sjá John C. Reilly(sjáið hann í P.T. Anderson myndinni Hard Eight sem því miður er ekki á skrá á Kvikmyndir.is).En í stuttu máli:Sagan virkar,leikurinn virkar,einfeldnin í tónlistinni gerir myndina bara áhrifameiri og þetta er mannleg mynd en ekki kellingarmynd einsog ég sjálfur hélt.Það sorglega er hvað hún er raunverulega mannleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Identity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði unnið einn miða á þessa mynd og ákvað að skella mér á hana. Hún fjallar um tíu manns sem fyrir tilviljun lenda á sama hótelinu einhversstaðar í Nevada. Svo fer það að gerast að allir á hótelinu fara að deyja. Þá kemur stóra spurningin: Hver er saklaus og hver ekki? Þessi mynd er örugglega ein af frumlegustu myndum ársins. Það sem gerir þessa mynd svo skemmtilega er gott handrit, traustur leikur hjá leikurunum og spennan í myndinni. John Cusack stendur alltaf fyrir sínu, Ray Liotta kemur mér skemmtilega á óvart ég hef aldrei séð hann jafn góðan eins og hann er í þessari mynd. Ef þið viljið sjá virkilega góða og frumlega mynd, kíkjið þá á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
X-Men 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er oftast þannig að framhöldin séu verri, nema í einstaka tilvikum(Terminator 2, Aliens, Toy Story 2). Það er alveg eins með X-men 2. Ég var búinn að bíða eftir þessari mynd lengi, því ég fílaði fyrstu myndina í botn. En þegar ég var búinn að fara á hana varð ég virkilega ósáttur við myndina. Handritið er ekkert það sérstakt, myndin er of löng, leikararnir eru ekkert spes nema Hugh Jackman og Ian Mckellan. Gallinn við þessa mynd miðað við fyrstu myndina er að Bryan Singer reynir mun meira á tæknibrellurnar og hasarinn heldur en söguþráðinn og það virkar einfaldlega ekki, þótt að tæknibrellurnar séu góðar og hasarinn ágætur. Myndin fær eina stjörnu hjá mér út af tæknibrellunum og Hugh Jackman og Ian Mckellan. Annars er þetta bara enn ein léleg framhaldsmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Anderson Tapes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá The Anderson Tapes á stöð 2 og fannst þetta hin flottasta ræma með Sean Connery og Christopher Walken í aðalhlutverkum.

Fyrir utan það að myndin sé góð þá er tónlistin algjör snilld.Tónlistin er í höndum Quincy Jones(sem gerði tónlist mjög oft fyrir Tom&Jerry teiknimyndirnar).Myndin fær tvær stjörnur og tónlistin fær eina.Þú sérð ekki eftir að hafa séð þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
U Turn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

U-turn er ein af bestu Ruglaðu-mig-í-hausnum myndum sem ég hef séð.Oliver Stone er í pottþéttum málum með þessa mynd,fullt af geðveikum leikurum og ágætis plott í gangi.Sean Penn er mjög góður í þessari mynd,en það sem er skemmtilegast við þessa mynd eru aukaleikararnir.Má þar nefna Joaquin Phoenix sem overprotectar kærustu sína(Claire Danes)og Jon Voight sem heimilisleysinginn.Það þarf ekkert að analysa karakterana í þessari mynd(þeir eru allir SNARGEÐVEIKIR)hvort sem það er lögreglustjórinn eða maðurinn á bílaverkstæðinu sem by the way er leikinn frábærlega af hinum magnaða Billy Bob Thornton.Ef þig langar að sjá mynd sem er í geggjaðri kantinum taktu þá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fargo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fargo er myndin sem kom Coen bræðrum á kortið,myndin er algjört meistarastykki út í gegn.Það er allt sem er gott við þessa,leikurinn er frábær(sérstaklega hjá Mcdormand,Buscemi og Stormare)handritið er skothelt og leikstjórnin er frábær.Coen bræður eru snillingar í öllu sem þeir gera.Skylduáhorf.Einnig vil ég benda á myndirnar Barton Fink og Hudsucker Proxy sem er ekki að finna á Kvikmyndir.is og smásögubókina Garden of Eden eftir Ethan Coen.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What Planet Are You From?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég tók þessa mynd tók ég hana af því að John Goodman lék í henni.Hann kemur voða lítið fram í henni en það kemur ekki að sök.ég man nú ekki alveg hvað myndin fjallar um en það er eitthvað á þá leið að geimveran sem Garry Shandling leikur á að finna kvenmann á jörðu til að ganga með barn sitt.Ég hló nánast alla myndina í gegn,það að sjá Shandling nota geimverutækni til að pikka upp dömur er óborganlegt.Tvær og hálfar stjörnur fyrir stjórnlausann hlátur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blade II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd með því hugarfari að framhaldsmyndir eru oftast lélegri en fyrri myndin og gekk það dæmi upp hjá mér.Það sem mig finnst eyðileggja þessa mynd eru margir hlutir,í fyrsta lagi er bardagaatriðið við gelluna asnalegt(einsog fram kom hér að ofan),einfaldur söguþráður og mjög svo rembingsleg tilraun til að gera þessa mynd svala(Tekið skal fram að gagnrýnandi er mikill vampýrufan og vampýrur eiga ekki að vera einsog í Blade2).En afþreyingarlega séð gat ég horft á þessa mynd og ekki verið með hugann fyrir utan bíóið(of upptekinn við að finna slæma punkta).Mynd sem skilur ekkert eftir sig nema umræður um hvað hún var slöpp.Fær eina stjörnu fyrir 2 tíma af áhyggjulausu dái heila míns.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jimmy Neutron: Boy Genius
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd fyrir nokkrum dögum á svona spes forsýningu með íslensku tali. Þessi mynd kom nokkuð á óvart og maður hafði mjög gaman á henni. Hér segir frá Jimmy Neutron sem að er krakki sem hefur greind á við Albert Einstein. Þegar hann sendir myndband út í geiminn sem geimverur finna síðan þá komast geimverurnar að því að það er líf einhversstaðar þarna og þeir stefna þangað og ræna foreldrum barnanna. Í fyrstu hjá krökkunum þá fagna allir og gera allt vitlaust og halda að allt sé miklu betra heldur en þegar að foreldrar þeirra voru þarna, en krakkarnir komast svo að því að foreldraleysi er frekar mikill bömmer, og ákveða að gera eitthvað í málum sínum. Þessi mynd er nú ekki eins og Ice Age og Shrek en er samt mjög flott gerð og fyndin mynd sem ég mæli með að allir fari og sjái núna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ice Age
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það eina sem hægt er að segja um Ice Age er að hún uppfyllir allt sem góð teiknimynd þarf á að halda.Tæknilega hliðin er til fyrirmyndar og talsetningin mjög góð.Ég ætla ekkert að fara út í

söguþráðinn en atrðið þar sem mission myndarinnar kemur í ljós er eina rólega atriðið í myndinni,(en það er einkarflott engu að síður)annars er alltaf eitthvað drepfyndið í gangi.Oft er einn ákveðin karakter sem á flesta brandara og mestu athyglina en hér deila tveir sviðsljósinu sem er karakterinn hans Leguizamo(snilldar talsetning hjá honum)og geðsjúki íkorninn sem hugsar bara um hnetuna sína,þetta er einfaldlega fyndnasta persóna sem þarf ekki að segja eitt orð alla myndina(bara basla í hnetumálum).Ég hef heyrt að fólk er svoldið óánægt

með endinn en ég get ekki kvartað.Fyndnasta atriðið er með Dúdú-fuglunum og salurinn gjörsamlega grenjaði og voru í eftirköstum lengi eftir atriðið.Það geta allir horft á þessa mynd hvort sem aldurinn er 2 eða 80.Skylduáhorf sem þú sérð ekki eftir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skrifa hér í annað sinn um þessa mynd því ég var of fljótur að dæma hana. Þessi mynd er nánast í flestum stigum góð. Tæknibrellurnar, förðunin, búningarnir þetta er allt magnað. En ég held mig samt ennþá við endirinn, hann verður alltaf lélegur. Ég gef henni 3 og hálfa stjörnur. Ég gef myndinni 3 og aukaefninu á DVD disknum 4.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 51st State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd þegar að mér var boðið á hana á sérstaka Undirtónaforsýningu. Þessi mynd fjallar um McElroy(Samuel L. Jackson) sem að finnur upp eitthvað súper eiturlyf sem á að vera betra en öll önnur eiturlyf sem hann ætlar að selja.

Ég verð að segja að þessi mynd fannst mér ekki nógu góð. Hún er stundum nokkuð fyndin á tímum en það þýðir ekkert. Miðað við að hafa svona þvílíkt góða leikara í þessari mynd og gera svona miðlungsmynd, það er bömmer. Mæli ekki með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Moulin Rouge!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er besta söngmynd sem ég hef séð á ævi minni. Nicole Kidman og Ewan Mcgregor eru alveg frábær í myndinni og svo er tónlistin, kvikmyndataka, hljóð og búningarnir alveg frábærir. Ég get hiklaust mælt með þessari. Ef þið eigið DVD, takið hana þá á DVD, því hún er í tvem diskum og með yfir 6 tímum af aukaefni sem er mjög gaman að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Requiem for a Dream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein besta dópmynd síðan Trainspotting. Hún segir frá lífi fjögurra einstaklinga sem öll eiga það sameiginlegt að vera á dópi. Það er alveg ótrúlegt hvernig fólk endar sumt sem er í þessari vitleysu. Hér er fínt lið af leikurum, eins og Jared Leto, Marlon Wayans, Jennifer Connelly og Ellen Burstyn sem að leikur sinn leik meistaralega vel sem bilaða gamla konan.

Ef þið fíluðuð Trainspotting og fílið svona dópmyndir, þá mæli ég sterklega með þessu meistaraverki. Þessi mynd er samt ekki fyrir þá sem eru með viðkvæmar sálir, sum atriðin í þessari mynd tóku mig stundum alveg á taugum. Samt sem áður snilldarmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er mynd aldarinnar: Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring. Hér er meistaraverk J.R.R. Tolkiens lifnað við á stóra tjaldinu og tekst leikstjóranum Peter Jackson meistaralega að skapa Middle Earth á alveg snilldar hátt.

Frodo er venjulegur hobbiti sem fær það erfiða verkefni að eyðileggja The One Ring og lenda í öllum þeim þvílíku ævintýrum og bardögum sem hann lendir í með föruneyti sínu: Gandalf, Aragorn, Legolas, Gimli, Merry, Pippin, Sam og Boromir. Það er nú ekki hægt að kvarta út af neinu hérna. Kvikmyndatakan, tæknibrellurnar, tónlistin, spennan, leikurinn hjá leikurunum, og sérstaklega hjá Ian Mckellen sem Gandalf, allar persónurnar í myndinni, eins og The Black Riders, Orkarnir, Gollum og endirinn, allt þetta er alveg magnað. Svo er líka, þótt hann komi lítið fram í myndinni, þá er Ian Holm alveg frábær sem Bilbó Baggins.Maður er búinn að sjá þessa mynd svona þrisvar sinnum og ég á örugglega eftir að fara aftur á hana. Og ég er alveg viss að það er fólk sem á örugglega líka eftir að fara og horfa á þetta meistaraverk aftur. Ég las bókina áður en ég fór á myndina og það er alveg ótrúlegt hvað Peter Jackson fer eftir bókinni. Nú bíður maður bara með mikilli eftirvæntingu eftir næsta hluta sem að ég held að verði betri út af því að ég las söguna og fannst mér hún mum betri heldur en fyrsti hlutinn. Ef þið dýrkuðuð fyrsta hlutann eins og ég gerði, þá skal ég lofa ykkur því að þið eigið eftir að dýrka næsta hluta miklu meir. Og nú þarf maður bara að bíða eftir næsta hluta:Two Towers.

Svo er Lord of the Rings tilnefnd til 13 Óskarsverðlaun.Það ætti nú að vera nóg til þess að segja um gæðin á þessu snilldarverki. Long Live Lord of the Rings.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Monsters, Inc.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er komin nýjasta mynd þeirra félaga sem gerðu Toy Story myndirnar, Monsters, Inc. Hún fjallar um þá félaga Mike og Sulley sem að vinna í Monsters, Inc. Þeirra hlutverk er að hræða börn til að fá orku eða eitthvað þá leiðis. Svo gerist það að Sulley sér dyr og fer að skoða inn í dyrnar og þegar hann kemur út þá sleppur þeirra versta martröð: lítill krakki. Og þá verður allt vitlaust. Þetta er mjög góð og fyndin mynd sem ég mæli með fyrir alla að sjá. Í byrjun er mjög fyndin stuttmynd sem mér fannst ótrúlega fyndin, heitir For the birds og svo í lokin eru alveg ótrúlega fyndin mistök úr myndinni sem maður sprakk úr hlátri af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var svolítið ósáttur við þessa mynd. Þetta var ein stærsta mynd ársins og er svo ekkert spes, að mínu mati. Sá sem mér fannst bestur í myndinni var Robbie Coltrane sem lék Hagrid mjög vel. Ég get vel trúað því að bókin sé betri og vona að næsta mynd verði betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ocean's Eleven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór með þvílíkri eftirvæntingu á þessa mynd bara út af því að þetta var nýjasta mynd Steven Soderbergs. En því miður fílaði ég hana ekki alveg eins mikið og hinar myndirnar hans. Svona í sannleika sagt þá finnst mér þetta versta myndin hans til þessa. En það flottasta við þessa mynd er endirinn. Það er hann sem lætur þessa mynd enda hjá mér með tvær og hálfa stjörnu. Ég man ekki eftir að hafa séð svona svalan endi á ævi minni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shadow of the Vampire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd frábær. Það eina sem mér fannst gera þessa mynd góða það er þessi snilldar frammistaða Willem Dafoe sem Max Schreck. Ég hef ekki séð svona góða frammistöðu hjá honum í langan tíma og svo er líka John Malkovich líka frábær sem leikstjórinn.Góð mynd sem ég get léttilega mælt með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Baby Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er John Singleton kominn með sína nýjustu snilldarmynd um hvernig lífið í hverfunum er. Hann gerði fyrst Boys in the hood og nú kemur hann með Baby Boy. Þessi verð ég að segja fannst mér ekkert verri en sú fyrri. Þessi mynd er frábær í alla staði og fólk sem fílaði Boys in the hood, leigið þessa. Ég mæli hiklaust með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fast and the Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fast and the furious er alveg mjög góð mynd. Vin Diesel, Paul Walker og Michelle Rodriguez eru fín í sínum hlutverkum. Það er mikill hasar, geðveikt flottir bílar og mögnuð tónlist sem að gera myndina góða. Takið þessa strax.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Say It Isn't So
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Say it isn't so er ekki nein spes mynd og þvílíkt fyrirsjáanleg en sumt í henni er nokkuð fyndið. Orlando Jones fannst mér bestur í myndinni. Þessari er ekki hægt að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Freddy Got Fingered
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd var algjört kjaftæði. Það eru tvö fyndin atriði í þessari mynd svo fer hún bara út í algjört rugl. Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Final Fantasy: The Spirits Within
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá þessa mynd á DVD fyrir nokkru síðan og verð að segja að mér fannst þetta bara hin fínasta mynd. Myndin er alveg hrikalega flott og hér ljá margir góðir leikarar raddir sínar, eins og Ming Na, Donald Sutherland, Steve Buscemi, Alec Baldwin, Ving Rhames og James Woods. Hvernig tæknin er orðin í dag er alveg ótrúleg. Ef þið ætlið að leigja ykkur einhverja DVD mynd, takið þá þessa, aukapakkinn er um 4 tímar og er mjög góður. Ég gef þessari mynd 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Postman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einhvern tímann ákvað ég að taka þessa mynd sem gamla spólu sem fylgir þeirri nýju og og hugmyndin hjá okkur félögunum var að taka þá sem við vorum viss um að vera leiðinlegust ever. Söguþráðurinn er sá að einhver helvítis póstmaður ætlar einfaldlega að bjarga heiminum eftir að allt fer í steik árið 2013. Ég var búinn að horfa á 30 mín. þegar ég var að gefast upp og leit aftan á hulstrið á spólunni og sá að myndin var í 7000 mínútur eða eitthvað áleiðis (3 tímar án gríns) og þá ákvað ég að hætta að horfa á þessa vitleysu (hann hefur örugglega bjargað öllu og sagt eitthvað fáránlegt einsog: the mailman always delivers on time). Það leiðinlega við þetta er að Kevin Costner stendur á bakvið allan andskotann(leikstjórn,handrit held ég og aðalleik). Einsog ég segi,EKKI SJÁ ÞESSA, sjáið Costner frekar í A Perfect World eða Untouchables.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lion King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lion King fjallar um Simba sem er ljón sem að í byrjun missir föður sinn, Múfasa, eftir að Skari, frændi hans, sveik pabba hans og drap hann. Skari ætlar hreinlega að ná völdum á skóginum og verða konungur. Simbi nær rétt að sleppa í burtu frá hýenunum og þegar að hann er kominn langt á leið þá kynnist hann tveimur af skemmtilegustu persónunum í myndinni, þeim félögum Tímon og Púmba. Þeir fara að sjá um hann og sína honum hvernig þeir lifa lífinu til hins fullnasta. Þegar að Simbi verður stærri hittir hann Nölu aftur(gleymdi að tala um hana í byrjun) og þau verða ástfangið af hvor öðru. Svo þegar að hann kemur heim þá sér hann að allt er orðið ógeðslegt og hann fær Tímon og Púmba til að hjálpa sér að ná yfirvöldum yfir skóginum. Svo verður Simbi að horfast í augun við það að hitta Skara í lokin og þeir eiga lokabardagann stórkostlega. Þetta er yndisleg, fyndin, spennandi og umframallt meistaralega gerð mynd sem að er með fullt af skemmtilegum persónum eins og Simba, Nölu, Galdraapinn(man ekki hvað hann hét), Hýenurnar eru líka mjög fyndnar, og svo síðast en ekki síst þeir félagar Tímon og Púmba. En ég nefni ekki Skara því að hann var bara ógeðslega leiðinleg persóna. Þetta er mynd sem að enginn unnandi góðra kvikmynda má ekki missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Urban Legends: Final Cut
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrst vil ég byrja á því að segja að þessi mynd er mesta rugl sem maður getur horft á. Hún er leiðinleg á alla vegu. Og þótt að þetta sé ekki um myndina, hvernig geta menn nennað að gera svona langa gagnrýni um svona ógeðslega leiðinlega mynd, ég bara spyr?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alien
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd finnst mér, sem mikill Ridley Scott aðdáandi, ein af bestu myndum hans með Gladiator, Hannibal og fullt af öðrum myndum. Þessi mynd er samt ekki nálægt því jafngóð eins og Aliens, en hún skilar samt mikilli spennu, þó sérstaklega í endanum. Og atriðið þar sem að geimveran fer úr líkamanum úr gaurnum, það er náttúrulega orðið klassa atriði sem að enginn gleymir. Þótt, eins og ég sagði hér fyrr að Aliens væri betri en þessi, fær þessi samt 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alien³
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð nú að viðurkenna það að þessi toppaði ekki nálægt því eins vel og hinar tvær myndirnar, en það er samt mikil spenna í myndinni og maður beið alltaf spenntur eftir því hvað gerist næst. Ég ætla að vona að hún Sigourney Weaver geri fimmtu myndina því að mér fannst Alien-serían alltaf góð. Ég gef þessari 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Crimson Rivers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er algjör snilld. Þetta er spennu- og hrollvekjumynd að bestu gerð. Jean Reno og Vincent Cassel eru frábærir sem lögregluþjónarnir. Endirinn er mjög góður í myndinni og þetta er mynd sem er léttilega hægt að mæla með. Ef þið fíluðuð Seven og Silence of the Lambs, sjáið þá þessa strax.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
O
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

O fjallar um Odin James sem er eini nemandinn í skólanum sínum sem er svartur. Hann er mjög góður í körfubolta og var valinn besti leikmaður ársins, og sem að gengur mjög vel í sambandi sínu við Desi. En það er einn sem líkar ekki við hann: Hugo. Hann vill að allt gangi í óhag hjá honum vegna þess að þjálfarinn hans treystir meira á Odin en Hugo og þá fær hann hugmynd að áætlun: Hann ætlar að slíta sambandi hans við Desi. Og ég ætla ekki að segja neitt um þessa, sem mér fannst hin fínasta mynd, miðað við hvað ég hélt að myndin væri allt öðruvísi. Myndin byrjar ekki fyrir alvöru ekki fyrr en að seinni hlutinn byrjar. Það var nánast ekkert margt búið að gerast í fyrri hlutanum en seinni hlutinn er alveg frábær og það er hann sem toppar þessa mynd alveg. Þetta er allavega mín skoðun á myndinni. Svo farið og sjáið þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
15 Minutes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Edward Burns og þeir sem leika upptökumennina sem taka upp öll morðin sín eru mjög góðir í myndinni sömuleiðis Robert Deniro miðað við hvað það er sorglegt hvað hann leikur lítið í myndinni, það er svona eini bömmerinn í myndinni. En annars er þetta hin fínasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Friday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Friday fjallar um þá félaga Craig og Smokey og hvernig þessi föstudagur verður fyrir þá. Þeir félagar lenda í allskonar rugli á þessum föstudegi, eins og það verður skotið á þá, Craig lendir í slag við mesta hörkutólið í hverfinu Deebo, Debbie reddar ömurlegasta date fyrir Smokey sem að var spikfeit og fullt af öðru rugli. Þetta er besta mynd Chris Tuckers og Ice Cubes hingað til. Ekki sjá framhaldið, það er ömurlegt. Hefði Smokey verið í framhaldinu þá hefði hún kannski orðið aðeins betri. En þessi er perfect. 100% 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Casino
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi snilldarmynd Martins Scorsese byggist á bók Nicholas Pileggi og er sönn. Sam Ace Rothstein(sem er snilldarlega leikinn af Robert Deniro) er maður sem að fær tækifæri lífs síns: Hann fær tækifæri til að stjórna risastóru spilavíti í Las Vegas, Tangiers. Þar fær hann aðstoð frá besta vini sínum, hörkutólinu Nicky Santoro(sem er líka snilldarlega leikinn af Joe Pesci) til að hjálpa sér með rekstur spilavítisins. Í spilavítinu kynnist Sam Ginger, draumakonunu sinni. Hann giftist henni og treystir henni fyrir öllum peningunum sínum sem að flestir gerðu ekki. En hún fer alltaf til melludólgsins Lester sem hún hafði verið með og rænir peningum Sams til þess að hann geti aðeins skemmt sér. Svo í myndinni kemst Sam að því að Ginger hafi viljað láta drepa hann og hafi fengið nóg af honum og svo vill hún koma aftur til hans en fer svo aftur frá honum og fer að halda framhjá honum með Nicky. En í lokin klúðra þeir öllum draumum sínum um spilavítið. Þetta er algjört meistaraverk sem að enginn má missa af. Ég hiklaust mæli með að þið takið þessa strax ef þið eruð ekki búin að sjá þessa. Sjáið þá Joe Pesci og Robert Deniro líka saman í snilldarmyndinni Goodfellas.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Total Recall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð og flott mynd með Arnold kallinum. Ég hef fílað Arnold í nánast flestum myndum hans(fyrir utan Junior, Batman 4 og Kindergarden Cop). Fær 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Man Who Knew Too Little
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit ekki hvað fólki finnst gott við þessa mynd. Mér finnst hún ekki góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ed Wood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjört snilldarverk um ævi Ed Wood sem var leikstjóri sem að fékk titilinn: Versti leikstjóri ever. Johnny Depp er alveg frábær sem Ed Wood og sömu sögu er hægt að segja með Martin Landau sem Bela Lugosi. Enn ein myndin í snilldarsafni Tim Burtons.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Groundhog Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilldarverk um veðurfréttamann, sem Bill Murray leikur snilldarlega, sem þarf að lifa sama daginn aftur og aftur og aftur. Ein af bestu myndum kappans hingað til með Ghostbusters.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What About Bob?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

What about Bob fjallar um, eins og nafnið kemur til kynna, Bob sem að er sjúklingur Richards Dreyfuss. Dreyfuss fer í sumarfrí en þá kemur Bob og allar fara að dýrka Bob nema hann. Þetta er ótrúlega fyndin mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghostbusters
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör snilld. Bill Murray og fleiri eru hér komnir sem Draugabanarnir, bjargarar jarðarinnar frá draugum. Tæknibrellurnar, gæðin á myndinni og draugarnir, þetta er allt saman snilld. 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghostbusters II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að viðurkenna að fyrsta myndin var miklu betri en þessi. En þessi er samt ekkert á verri endanum. Hér eru þeir félagar Bill Murray, Dan Aykroyd og Harold Ramis komnir saman aftur sem Draugabanarnir. Hún fær 2 og hálfa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Halloween II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þetta ekki nógu góð mynd. Halloween var algjör klassi en þessi? Þetta var einum of. Hún fær eina stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hurricane
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Hurricane er algjört meistaraverk um ævi Rubin Carter, sem var kallaður The Hurricane. Denzel Washington fer hér með leiksigur sem Rubin Carter. Mynd sem alveg er hægt að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fallen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að viðurkenna að þegar að ég sá þessa í fyrsta sinn þá fannst mér hún svolítið skrýtin vegna þess að mér fannst eitthvað erfitt að skilja hana. En svo horfði ég á hana aftur og mér fannst hún alltaf betri og ég fór að skilja hana. Denzel Washington leikur hér löggu sem er að reyna að ná fanga sem að er þegar dauður í byrjun myndarinnar. John Goodman og Denzel Washington eru alveg brilliant í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
He Got Game
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Brilliant mynd. Denzel Washington, Ray Allen(betur þekktur sem körfuknattleiksmaður með Milwaukee Bucks) og Milla Jovovich eru alveg frábær í þessari mynd frá meistaranum Spike Lee(sjáið The original Kings of comedy). Fullt Hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Courage Under Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þetta bara allt í lagi mynd. Með fínum leik frá Denzel Washington, Meg Ryan og Matt Damon. En gat einhvern veginn verið betri en er samt hin fínasta mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crimson Tide
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd. Gene Hackman og Denzel Washington eru alveg frábærir í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Philadelphia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér leikur Tom Hanks alveg stórkostlega samkynhneigða lögmanninn Andrew Beckett. Denzel Washington er líka mjög góður í myndinni. Þetta er vel gerð mynd og alveg hiklaust hægt að mæla með henni þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Pelican Brief
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alveg ágætis mynd. Denzel Washington og Julia Roberts standa sig alveg með prýði í þessari ágætu spennumynd. Hún fær 2 og hálfa hjá mér í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wayne's World 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér eru Wayne og Garth í sinni annarri mynd eftir hina miklu snilld fyrstu myndarinnar. Wayne's World 2 fjallar um þá félaga sem að gera nánast ekkert nema að sjá um þáttinn sinn og fara á tónleika með Aerosmith. Svo kemur Wayne með þá hugmynd eftir að hann er búinn að dreyma drauminn um að hann væri að tala við Jim Morrisson að hann ætli að halda tónleika sem kallast Waynestock. Þessi mynd er ekkert síðri en fyrsta myndin verð ég að segja. Mike Myers, Dana Carvey, Tia Carrere(Swing! What a babe) og Christopher Walken eru alveg frábær í þessari snilldarmynd. Hún fær 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Space Jam
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Space Jam byrjar á því að hálvitarnir frá Hálvitafjalli taka alla í Looney Toons sem gísla. En Kalli og félagar fá að gera smá veðmál við þá um að spila við þá körfuboltaleik. Og hálvitarnir fá þá hugmynd að stela hæfileikunum frá NBA leikmönnunum. Svo næst þegar að Kalli og allir félagarnir eru að gera grín að þeim á körfuboltavellinum þá sjá þeir næst að þeir eru orðnir að risatröllum. Og þá þurfa Kalli og félagar að ná í Michael Jordan í gegnum golfholu til að spyrja hann um að spila við littlu tröllin í körfubolta vegna þess að þeir segjast ekkert geta á móti þeim. Og þá er bara næsta að horfa á leikinn í myndinni. Mér hefur alltaf þótt gaman að Kalla Kanínu og félögum. Og maður fær að sjá fullt af frægum körfuboltamönnum í myndinni, eins og Charles Barkley, Patrick Ewing, Larry Johnson og síðast en ekki síst Michael Jordan. Mér fannst þetta bara svona miðlungsmynd með samt nokkuð fyndnum atriðum. Hún fær 2 og hálfa stjörnu hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Being John Malkovich
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Okei þessi átti að vera mesta snilld ever sögðu vinir mínir um þessa mynd. En ég var á öðru máli. Ég bara veit ekki hvað fólki finnst gott við þessa mynd. Mér fannst að hún mætti vera miklu betri en það er samt sumt gott í myndinni. Hún fær 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Messenger: The Story of Joan of Arc
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd eftir Luc Besson sem gerði hinar stórgóðu Leon og The Fifth Element. Hér er hann kominn með þvílíkt mikið af góðu leikaraliði með sér til þess að kvikmynda mynd um Jóhönnu af Örk. Milla Jovovich, Dustin Hoffman, John Malkovich og Faye Dunaway eru gott dæmi um gott leikaraúrval. Þetta er mjög vel gerð og leikin mynd. Fær 3 og hálfa hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Man in the Iron Mask
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þetta bara algjörlega misheppnuð mynd. Ég verð að viðurkenna að ég fíla ekki Leonardo Dicaprio. Það er vegna hans sem mér finnst hún leiðinleg. Annars eru John Malkovich, Jeremy Irons og Gerald Depardieu mjög góðir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scarecrow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er alltaf gaman að benda á góða mynd og þetta er dulbúin snilld. Hér fara leikararnir Al Pacino og Gene Hackman á kostum sem tveir gangandi ferðalangar sem hittast á ferðalagi sínu um þjóðveginn. Saman lenda þeir í ótrúlegum atburðum sem nær að skilja mann agndofa í lokin. Báðir hafa þeir sínum erindum að sinna og er skemmtilegt hversu mismunandi þau eru. Myndin sjálf er alls ekki hröð og byggist meira á góðum samtölum.Ég er viss um að hér eru hlutirnir gerðir í meiri listrænum tilgangi en peningalegum. Maður hefur heyrt um flestar myndir með Al Pacino en þetta er 28 ára gömul mynd sem ég skora á alla að sjá því hún kemur skemmtilega á óvart
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Winchell
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. Stanley Tucci er alveg frábær sem Walter Winchell í þessari mynd sem er byggð á sannri sögu. Mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Practical Magic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd um tvær systur sem eru nornir. Sandra Bullock og Nicole Kidman eru nokkuð góðar í sínum hlutverkum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Batman er fyrsta myndin eftir hinum sívinsælu teiknimyndasögum. Það var Tim Burton sem fékk þá snilldarhugmynd að gera kvikmynd um þessa hetju. Og útkoman er ein besta ofurhetjumynd ever. Eins og einhver sem gagnrýndi þessa mynd sagði, Michael Keaton er hinn raunverulegi Batman. Jack Nickolson er alveg brilliant í hlutverki sínu sem hin óborganlegi Jóker. Batman fær fullt hús hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð mynd úr smiðju meistaraleikstjórans Tim Burton. Hér er Batman komin aftur til að bjarga heiminum frá vondu köllunum. Í þetta sinn er það Mörgæsakallin og Kattakonan sem eru leikin af Danny Devito og Michelle Pfeiffer mjög vel. Það er alveg hægt að mæla með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Okei, maður vissi að það myndi vera gert framhald miðað við hvað hin myndin var vinsæl. Hér er verið að gera grín að Exorcist, What Lies Beneath og Hannibal. Þetta fannst mér mjög slöpp og léleg mynd með lélegum bröndurum eins og fyrri myndin. Hún fær ekkert í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Osmosis Jones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein af þeim bestu myndum sem ég hef séð sem eru með bæði teiknum og leiknum. Myndin fjallar um hvítt blóðkorn sem heitir OsmosisJones sem er í lögreglunni í Frank. Hann er þó algjör hrakfallabálkur og ég skil ekki að hann hafði ekki verinn rekinn áður fyrir mjög neyðarlegt atvik hjá Frank sem hann olli. Frank verður veikur og tekur inn pillu og pillan og Jones reyna að starfa saman. Þegar Jones tekur eftir framandi vírus vill enginn hlusta á hann nema pillan, reyndar af hálfum hug. Það er ekki mikið blótað í myndinni eins og í öðrum grínmyndum og slagsmál eru sjaldgæf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Gift
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér mjög á óvart. The Gift er um konu sem er skyggn og getur séð hluti. Svo sér hún að einhver hafi verið myrt og það fyndna við það að hún var eina vitnið á staðnum. Þetta er spennutryllir eins og þeir eru flottastir með góðu leikaraliði, nóg að nefna Cate Blanchett, Giovani Ribisi, Katie Holmes, Greg Kinnear og Keanu Reeves. Hún fær 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What Women Want
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

What Women Want fjallar um Nick Marshall sem að vinnur á aulýsingastofu og nýtur mikillar virðingar meðal vinnufélaga sinna. Allt gengur vel hjá honum þangað til að Darcy, sem leikin er af Helen Hunt, ætlar að nánast taka starf hans. En svo það kvöld fær hann raflost eftir að hárþurrkarinn hans hafði lent í baðkarinu hans og næsta dag getur hann hlustað á hvað konur hugsa og allan andskotann hvað þær vilja. Þá fyrst fer hann að nota möguleikann gegn Darcy. Þetta er mjög fyndin og góð mynd. Mel Gibson er mjög góður í sínu hlutverki og líka Helen Hunt. Hún fær 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Twelve Monkeys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög góð og spennandi mynd. Bruce Willis kallin er alltaf seigur, Brad Pitt með þvílíka frammistöðu sem geðsjúklingurinn og Madeleine Stowe er allt í lagi líka. Mjög frumleg mynd. Mæli hiklaust með henni. Terry Gilliam er alveg frábær leikstjóri(Fear and Loathing in Las Vegas).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei