Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Secret Window
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Secret window er rúmlega ágætis mynd. hún er spennandi og vel leikin. Það eina sem böggar mig er endirinn. Fyrir þá sem ekki eru búnir að sjá hana...ekki lesa lengra. Ekki það að hann hafi verið fyrirsjáanlegur en mann var farið að gruna þetta stuttu fyrir uppljóstrunina. Málið er að þetta er orðið nokkuð þreytt twist á sögunni. Tek sem dæmi ´´never talk to strangers´´ þar sem plottið kom manni gjörsamlega í opna skjöldu, og svo var það Fight club sem hafði þetta fáránlega twist að manni fannst það hlægilegt. Og svo núna þessi mynd. Satt að segja finnst mér þetta vera orðið þreytt. Grunsamleg morð þar sem morðinginn er annar persónuleiki Depp´s, fremur einföld lausn. En ég læt hana ekki líða of mikið fyrir það, hún virkaði vel á mann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rundown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hressileg ævintýramynd sem hægt væri að kalla blöndu af Indiana Jones með Scwarznegger töktum. Wrestling tröllið the Rock fer með aðalhlutverkið og er hann að mínu mati langbesti harðhausinn síðan Svartinaggur var upp á sitt besta. Svei mér ef hann er ekki bara prýðilegur leikari líka. En hitt aðalhlutverkið er í höndum Stifler úr American pie sem á að vera fyndni gaurinn og gefa henni létt yfirbragð, sem hann gerir. Málið er bara að í stað þess að vera neglandi spennumyndsem hún byrjaði með að vera, þá finnst mér fíflalætin í honum fara stundum aðeins of langt og hetjutaktarnir hans Rock fara fram úr hófi. en hei, þetta á að vera Afþreying með stóru A-i og því verður hún ekkert meira en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Narc
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er í smá vandræðum! Mér finnst þrjár stjörnur of lítið og þrjár og hálf stjörnur...það bendir til short of masterpiece, en ég held mig við seinni kostinn. Af hverju? Jú, því þetta er þrusu mynd! Hún grípur þig á fyrsta ramma og heldur þér þéttingsfast það sem eftir er. Hún er einkar vel gerð, klipping: geðveikt kúl, Hljóðið: verulega spooky, drungalegt og svalt og leikarar súper. Ég gæti haldið svona áfram lengi...sviðsmynd osfrv. Ég ætla nú að sleppa því en ætla í staðinn að mæla með þessum lögguþriller sem er gerður með hörku janft sem hlýju, raunsæi og mannlegum breiskleika.

Góða skemmtun!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
About Schmidt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Án efa besta mynd ársins (allaveganna það sem liðið er af því :)! Hvað er málið með þessa mynd? Hún er ekki að fiska eftir aulahúmor, hún fjallar um málefni sem margir eiga eftir að ganga í gegnum, eftirlaun, gifting dóttur sinnar og jafnvel andlát maka síns. Hún tekur á þessum málefnum á mannlegan og kómískan hátt og á köflum andstyggilegan (þegar Jack er að talja upp þá hluti eiginkonunnar sem fari í taugarnar á honum, mjög fyndið...en fær mann til að hugsa þegar kona hans deyr). Hann er að takast á við þessi vandamál og gerir það á sinn rólyndislega og oft eðlilegan hátt sem fær mann til að sökkva sér inn í myndina. Hrósið fær mest búningadeildin, förðun og sviðsmynd, því tilvonandi tengdafjölskylda Scmiht er svo yndislega hallærisleg og vitlaus, að það er aðalhlátursefni myndarinnar. Það kemur svo vel fram í umhverfi hennar, heimili og aðstæðum...þið verðið að sjá það sjálf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er mjög þakklátur George fyrir að hafa gert þessa mynd því hann er hér kominn aftur á sömu slóðir og hann var fyrir tuttugu árum. Þetta þýðir að mér leið aftur eins og tíu ára þegar ég horfði á þessar myndir agndofa. Og sama tilfinningin var hér komin. Hreinlega ótrúlega heillandi nýja tölvugerða veröldin sem mennirinr hjá Lucasfilm hafa gert. Á hverju þeir eru þessir menn! Þvílíkt og annað eins hugmyndaflug í sköpun hef ég aldrei séð. Ég fékk aldrei á tilfinninguna að e-ð væri að í hreyfingum hjá þeim t.d. Eftir kynninguna á karakterunum í fyrstu myndinni fá þeir hér að njóta sín líkt og Yoda og Obi-wan ásamt öðrum nýjum hrikalega flottum gaurum eins og Dakoo og Jango Fett og Fett yngri(gefur Boba fett meiri gildi í seinni myndunum)Gömlu góðu karakterarnir sem maður gat samsamað sig með (e-ð annað en JarJar og Qui-gon) eru komnir aftur, vondu kallarnir eru með dulúgðina á bak við sig sem gerir loftið enn ævintýragjarnara en ella. Sagan sjálf er líka til staðar sem gerir það að verkum að maður er að mikið að hugsa um framvinduna. Alls ekki bara tóm hasaratriði og brellur. Maður einbeitir sér líka sérstaklega að breytingu Anakin sem er mjög gaman. Geislasverðabardagarnir eru líka geðveikir! Tónlistarstefin eru komin aftur með öllum þeim hrolli sem leikur um mann þegar maður heyrir þau. jæja, nóg komið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
3000 Miles to Graceland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekki orða bundist og verð hreinlega að tjá mig aðeins um þessa mynd. ÞEtta er án efa ein sú hallærislegasta mynd sem gerð hefur verið og er hver annar leikarinn öðrum verri. Ekki veit ég hvernig þeim datt öllum í hug að leika í þessu verki! En allaveganna þá er eins og áður hefur komið fram þá er enginn söguþráður og reynt að fylla up í götin með one linerum í tuga tali, ótrúlega mikllum sígarettureykingum (sem Costner púar!) sem á að vera geðveikt cool og sýna hvað þeim er skítsama um allt nema goðið eða something, ég veit það ekki...Svo kemur inn í þetta hjartnæm ástarsaga og hvernig Courtney gersamlega hrífst af þessum vlltu kúrekum og verður yfir sig ástfanginn frá því að þú (Kurt) komst inn , þá vissi ég að þú varst minn maður...! og ekki nóg með það heldur er hann farinn að vera föðurímynd krakka hennar og bindast þeir sterkum tilfinningarböndum. Senan þega strákurinn grípur utan um Kurt og biður hann ekki að fara með tárin í augunum, getur fengið hvert hjarta til að bresta, jafnvel þau allra hörðustu. Hálf stjarna fær afturendinn á Courtney og þegar hún lá nakin í rúminu, það var reyndar nokkuð sexy...Hann ætti kannski að fara út í ljósblá bransann þessi leikstjóri og handritshöfundur, en svona í sannleika sagt, þá ættuð þið að halda sem mestri fjarlægð milli ykkar og þessarar myndar og leikstjóra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shadow of the Vampire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórgóð mynd og mjög óvenjuleg vampírumynd. Skemmtileg tilbreyting að sjá vampíru í öðrum ham en hefðin segir til um og gott ef hún verður ekki enn skelfilegri fyrir vikið. Hugmyndin að baki myndarinnar er snjöll, þ.e. að hafa leikara í frægustu vampírumynd sögunnar sem alvöru vampíru. Góður leikur væri fyrir þá sem ætla horfa á myndina að vera búinn að kynna sér Nosferatu(1920) eða aðalatriði hennar til að kannast við atriðin sem leikin eru eftir. Myndin er fremur róleg en sígur hægt og bítandi á og clímaxar á snilldarmáta. vönduð mynd í alla staði og mjög raunsæ ef hægt er að segja það, þ.e. hollywoodseringum er sleppt og það til batnaðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Count of Monte Cristo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er stórskemmtileg! Handritið er mjög vel skrifað enda er sagan sjálf hrein snilld og atburðarrásin alltaf í þróun. Sjálfsagt getur hún ekki gert jafn fullnægjandi grein fyrir atriðum bókarinnar líkt og 8 þátta serían gerði, en samt sem áður er hún um 2 tímar sem er alveg hæfilegt fyrir ævintýramynd sem þessa. Hún er gríðarlega vel gerð og geinilega ekkert til sparað til að hafa búninga og umhverfi sem flottast. Leikararnir standa sig með prýði og er Guy Pearce alveg djöfullegur góður í hlutverki sínu. Að mínu mati er þetta skylduáhorf fyrir unnendur hasar og ævintýramynda og allra sem vilja smá skemmtun í frekar köldum febrúar...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pitch Black
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Óvæntur gimesteinn sem lætur lítið fara fyrir sér. Fyrstu viðbrögð mín við myndinni var að þetta væri e-r slöpp hollíwúdd útg. af tæknibrellum og blabla...en svo kom þessi vel útfærði adrenalínskammtur.Strandaglópar á eyðimerkurplánetu með mannætu verum hljómar of kunnulega en leikstjórinn sýnir hér að hann hefur gríðarlegt vald á miðlinum með skapandi kvikmyndatöku, filter effects á camerunni og hraðri og flottri klippingu. Handritið er alls ekki svo galið og kemur manni oft á óvart með persónum sínum og atburðarrás. Þó svo að samtölin, sérstaklega hjá fanganum eru kliskjur út í eitt þá er það að mínu mati eini galli myndarinnar. Góð afþreying!

Ég mæli einnig mð Arrival því eins og þar er tekið frekar einfalæt efni en komið til skila á mjög svo áhrifaríkan hátt að ég held að leikstjóri þessi eigi eftir að sjást mikið í framtíðinni...allaveganna vona ég það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Requiem for a Dream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Verulega áhrifamikil mynd sem skilur eflaust engan eftir ósnortinn. Myndin finnst mér þó líða fyrir það hve átakamikil hún er. Arronkofsky fer gjörsamlega hafmörum hér á þessum miðli og ekki verður sagt annað en að hann kunni með hann að fara. Hins vegar að mínu mati verður hún of óþægileg til að horfa á í hinu truflaða lokatriði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lara Croft: Tomb Raider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jeminn eini, þvílík vonbrigði. eftir að hafa séð trailerinn hélt ég að við ættum von á Matrix mynd 2001 en í staðinn var þessi samsuða af mest óþolandi klisjum allra hasarmynda. Samtölin voru hreinasta hörmung, öll svona one liner kúl svör. Söguþráðurinn var nú ekki beint frumlegur - bjarga heiminum! og það frá lögfræðingi í klukkuleit! Eina sem var vert að horfa á voru tvö atriði: teygjustökksatriðið og hundasleðaatriðið í endann, annað var rusl. Eitt sem ég náði ekki alveg gátu menn smíðað svona vélar eins og voru í myndinni fyrir 5000 þúsund árum?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Memento
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein sú allra óvæntasta mynd í langan tíma. Söguframvindan er í rökréttu framhaldi af ástandi aðalleikarans og engu líkara að maður þjáist sjálfur að minnisleysi þar sem maður veit aldrei hvað gekk á í senunni á undan. Hún er svöl (aðalleikarinn er einn sá allra flottasti!), illkvittin, því þetta er mynd þar sem engum má treysta og svo er þetta alveg frábær saga og maður verður að hafa sig allan við til að skilja framvinduna. Mynd sem reynir á áhorfendann, en lætur hann ekki aðeins fylgjast með á hlutlausan máta! Fylgjast með þessum handritshöfundi og leikstjóra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd, reyndar algjör endurtekning á myndinni Lock, stock and two... sami leikstjóri ,sömu leikarar, sama umhverfi og týpur og já, eiginlega nauðlík Lock, stock, sem mér fannst þó mikið betri. Betra nafn hefði verið lock stock no.2. En hún má eiga það hún heldur vel athygli enda alltaf e-ð að gerast, klippingar oft mjög hraðar, samtöl full að littlum sögum sem maður verður að fylgjast með og svo milljón persónur sem maður veit ekki alveg með hverri á að halda. Myndin er mjög flott, full af sérstökum stílum sbr. upphafstextana, flugferðirnar og svo er nóg af aksjóni og kúl karakterum og einum grimmasta vonda kalli sem maður hefur lengi séð. Fín afþreying, en þó vona ég að leikstjórinn bregði út af venjunni í næstu mynd og breyti um söguefni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Cell
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög sérstök mynd - eitt augnablikið geturðu ekki horft á vegna viðbjóðs en stundumn ertu svo gjörsamlega heillaður af umhverfinu, brellunum og já Jennifer Lopez BÚHA!!! Ég hlakka þvílíkt til að sjá næstu myndir þessa leikstjóra enda þvílíkt efni á ferð. Myndin er möst, bara til að skoða þennan heim, því hann er draumi líkastur - oftast eins og martröð en stunudm líka mjög fallegur. Sagan sjálf er ágæt en hefði þvílíkt mátt sleppa óþarfa viðbjóðs atriðum og sögum, gerir ekki neitt fyrir myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Beach
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem er sniðinn fyrir íslenskan vetur. Maður gjörsamlega hverfur inn í myndina og lætur sem maður flatmagi á ströndinni. Og svo kemur ísl. slabbið og hretið og þú vilt helst sjá hana aftur. En í alvöru þá er þetta mjög góð mynd, hugmyndafræði Leo´s er áhugaverð, prufa e-ð nýtt, ég meina hver myndi drekka snákablóð í e-í subbuborg í Tailandi. Ekki ég. En fyrst og fremst er þetta afþreying þar sem þú hverfur inn í aðra veröld. og veröld þessi er svo sannarlega eins og draumur og heillandi. Boyle er ótrúlega skapandi kvikmyndagerðamaður og atriðið þar sem þau eru að mynda himininn er æðislegt. Tónlistinn skapar þægilega stemningu og allir eru stæltir og fallegir og allt er svo fullkomið, en Leo var ekki lengi í paradís. Umhverfið, sandurinn á ströndinni og atriðið með hákarlana eru eftirminnileg. Mynd sem skilur e-ð eftir sig, þér finnst þú hafa upplifað þetta sjálfur, svo mikil var innlifunin, að þér finnst þú vera betri manneskja eftirá eftir þessa reynslu. Kom mér á óvart enda ekki mikið búin að frétta um hana, nema e-r umhverfisspjöll, en hverjum er ekki sama um það? Eðal mynd í alla staði nema að hún þurfi í raun að enda, sem hún verður að sjálfsögðu að gera og er það það eina slæma við hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
House on Haunted Hill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er ein þeirra mynda sem fá hárin virkilega til að rísa með almennilegum draugagangi og mögnuðu hljóði og lýsingu og nóg af blóði. Grunnþættir fyrir hrollvekju sem mér finnst fara of lítið fyrir. Blair Witch Project þó ágætis undantekning. Rosalegur tryllir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Beauty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg ágætis mynd með ferska sýn sýn á það hvernig meðaljóninn ákveður að byrja lifa lífinu. skemmtilegasti parturinn var að fylgjast með honum breytast og síðan taka afleiðingunum á því. mér finnst hún sérsrtaklega góð vegna þess hversu raunveruleg hún var, kellingin hafði áhyggjur að sulla niður á teppið í miðjum ástarleik og hugsaði mest um framann og að meika það, skörp sýn á nútímalífið og að vera á framabraut og öðru slíku og svo hvernig maður ætti, finnst mér, að haga sér. þarf kannski ekki að reykja gras alla dag en bara að kaupa uppáhaldsbílinn sinn opg fíla það að vera til.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Messenger: The Story of Joan of Arc
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir seinasta verk hans sem var algert afhroð (Fifth Element), að mínu mati, var ég viss um að Luc myndi vera sjálfum sér samkvæmur á ný og skapa góða spennumyndir á borð við Nikita, Leon, og bera einnig aðalmerki hans, sem er að leggja mikla áherslu á útlit myndarinnar. Ástæða einkunnargjafarinnar er að hvergi var staður í myndinni þar sem athyglin fékk að hvíla sig. Eftir kraftmikinn fyrri hluta tók við önnur hlið á myndinni sem fjallaði um Jóhönnu sjálfa og hverjar ástæður gætu legið að baki reynslu hennar. Spennandi, sönn, og flott mynd með húmorinn í lagi sem og er vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Blair Witch Project
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einstök mynd án efa. Myndin er tekin af leikurunum sjálfum sem eru að gera heimildarmynd. Inn á milli koma svo skot þar sem leikararnir sjálfir eru að taka upp mynd (sem sagt heimildarmynd um heimildarmynd). Markaðssetningin heppnaðist vægast sagt vonum framar enda var því komið á framfæri að um raunverulegar upptökur væri að ræða og myndin græddi margfalt meira en nokkur önnur mynd hefur gert í samræmi við framleiðslukostnað. Að þessu leyti er hún mjög einstök, en það er fleira sem gerir hana einstaka og það er hve lítið er sýnt. Það sem að skefldi mig við myndina voru ekki e-r blóðúthellingar eða ógnvekjandi skrímsli sem lætur mann fyllast viðbjóði heldur var komist að undirrót hræðslunnar sjálfar, þ.e. hvað er handan við hornið. Og þegar þú ert að horfa á svona mynd sem gerð er með þessum stíl, þá líður þér eins og þú sért á staðnum með leikurunum og finnur til fullkominnar samkenndar, þ.e. þú upplifir nákvæmlega það sem þeir upplifa, sem er að vera týndur í dimmum skógi og með norn á hælunum sem vill drepa þig!! Sem sagt allar efasaemdir verða að hverfa (séstaklega á meðan myndinni stendur) til að upplifa myndina sem best. Helst að sjá hana í bíó á sjö sýningu því þá er sloppið við hlé sem er virkilega óþarft á þessari mynd aðallega sökum stutts sýningartíma, en einnig vegna þess hve það gefur tækifæri á að telja sér trú um að þetta sé einungis mynd...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Go
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi æðislega mynd var án efa ein sú besta allt seinasta sumar og ein af þeim bestu allt seinasta ár. Myndin sjálf er ein rússíbanaferð frá upphafi til enda með einni ótrúlegustu framvindu sem sést hefur. Go byggir á þeirri lífsspeki að ef þú vilt peninga þá reynirðu að ná þeim á þinn máta og hugsar ekki um afleiðingarnar, ef þú ert í vandræðum, þá kemurðu þér út úr þeim án tillits til afleiðinga gjörða þeirra. Óneitanlega djörf lífsspeki, en umhverfi myndarinnar er í raun frumskógur, þar sem reglur frumskógarins gilda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei