Verstu myndirnar á Cannes

Það er margt um að vera á kvikmyndahátíðinni í Cannes þetta árið og eru margar áhugaverðar kvikmyndir sýndir á hátíðinni. Þar má nefna nýjustu mynd Tommy Lee Jones, The Homesman, sem fjallar um mann sem er við það að verða hengdur þegar kona kemur honum til bjargar, en þó ekki skilyrðislaust. Frumraun Ryan Goslin, Lost River, er einnig sýnd á hátíðinni og svo mætti lengi telja.

Kvikmyndahátíðin í Cannes er einnig þekkt fyrir að vera ein stærsta söluráðstefna kvikmyndabransans og keppast framleiðendur um að selja kvikmyndir sínar í dreifingu. Framleiðendur á borð við Alfonso Cuarón eru meðal þeirra sem eru að leitast eftir sölu á hátíðinni.

Kvikmyndirnar eru þó jafn misjafnar og þær eru margar. Inn á milli eru kvikmyndir sem eiga enga möguleika á ráðstefnu sem þessari og eru þær þónokkrar í ár. Myndir á borð við Zoombies, sem fjallar um dýr í dýragarði sem verða uppvakningar. Titlarnir og plakötin segja oft margt og myndin Designer Pups virðist heldur ekki ávísun á góða skemmtun.

Hér að neðan má sjá plakötin af verstu myndunum sem eru til sölu á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

01 - i5JcUlg 02 - USVyuWx 03 - j8IWvd4 04 - GfBxivu 05 - X8RcDRR 06 - HwtHzZq 07 - tDoNEpt 08 - hl38Ddn 09 - tXSag6z 10 - k4Pf2DS 11 - s7kjVxO 12 - fICnnuu 13 - g8wSTES 14 - jEJWNuL 15 - ZSMkYC3 16 - KGQqF9A 17 - DGULVqQ 18 - fFMTQkJ

Stikk: