13 áhugaverðar erlendar kápur/plaköt fyrir íslenskar myndir

Hönnun á kvikmyndaplakati skiptir miklu máli fyrir aðsókn á kvikmyndina. Ég hef oft farið að sjá mynd í bíó bara eftir að hafa hrifist af plakatinu. Sama má segja um VHS og DVD kápur. Maður stendur á leigunni og grípur mynd með spennandi kápu. Plaköt fyrir íslenskar myndir voru lengi mjög óspennandi, en mér finnst þau hafa skánað mjög síðustu tíu árin. En þau plaköt sem við þekkjum hér á landi eru oft ekki þau sömu og notuð eru í útlöndum. Útgefendur erlendis hafa oft búið til alveg glæný plaköt fyrir okkar myndir. Hér hef ég fundið 13 plaköt og kápur og raðað þeim í öfugri röð eftir skemmtanagildi. Til hliðsjónar má sjá íslenska plakatið.

Láttu okkur vita ef við gleymdum einhverjum kápum/plakötum.

13. Englar alheimsins

12-englar-usenglaralheimsinsÉg heyrði að Bandaríkjamenn hafi lítið farið á Engla alheimsins vegna þess að þeir héldu að þetta væri hommamynd. Þegar útgefendurnir áttuðu sig á að plakatið var mjög villandi þá skelltu þeir þessu plakati saman.

 

 

 

 

 

12. Maður eins og ég
13-amanlikeme-usmadureinsogegÞetta æpandi græna útlit var kannski ekki alveg að gera sig í útlöndum. En ég spyr, hvar er Jón Gnarr? Þetta er mjög villandi plakat því það mætti halda að myndin sé um þrjár konur og eina stelpu.

 

 

 

 

 

 

11. Sódóma Reykjavík
11-sodomareykjavik-ussodomareykjavikÞegar ég sá bandarísku VHS kápuna á IMDb þá var það líklega fyrsta sinn sem ég sá útlenska hönnun fyrir kápu á íslenskri mynd. Mér fannst það mjög skrítið. En auðvitað snýst öll myndin um þessa einu fjarstýringu, þótt bruggtæki, gullfiskar, Spur, Matador og flugmiði til Costa del Sol fyrir einn komi vissulega líka við sögu.

 

 

 

 

10. Reykjavík Whale Wathching Massacre
10-rwwm-usrwwmHér kemur hönnun fyrir Reykjavík Whale Watching Massacre, nú með nýjum titli.

 

 

 

 

 

 

9. Nói albínói
09-noialbinoi-frNoi_the_albino_posterÍsmoli á sólarströnd endist ekki mjög lengi. Er þetta ekki svolítið lýsandi fyrir Nóa? Samt gæti maður orðið fyrir vonbrigðum því myndin gerist öll á köldu sveitaþorpi á Íslandi.

 

 

 

 

 

8. Svartur á leik
08-blacksgame-ussvarturaleikNú erum við farin að koma inná furðulegu kápurnar. Fyrst hélt ég að þetta væri mynd með sama nafni, en nafn Stefáns Mána er þarna efst. Ekki veit ég hvaða leikari þetta er, en ég man ekki eftir honum úr myndinni.

 

 

 

 

 

7. Frost
07-frost-ukfrostFrost kom aldrei út á DVD á Íslandi. En þessi DVD kápa var notuð í Bretlandi. Það voru samt engar afturgöngur í myndinni.

 

 

 

 

 

 

6. Hross í oss
06-hrossioss-ukhrossiossBretar hafa líklega verið eitthvað viðkvæmir fyrir kynlífi hrossa, því þeir eru þeir einu sem notuðu ekki íslensku hönnunina.

 

 

 

 

 

 

5. Hrafninn flýgur
05-hrafninnflygur-dehrafninnflygurÖnnur DVD kápa sem hefur ekkert með myndina að gera, í þetta sinn frá þýskalandi.

 

 

 

 

 

 

4. Nói albínói
04-noialbinoi-jpNoi_the_albino_posterLíklega einfaldasta plakatið á listanum. Tilvitnun í Rubiks kubbinn í einni senu í myndinni.

 

 

 

 

 

 

3. Strákarnir okkar
03-strakarnirokkar-nyjasjalandstrakarnirokkarMjög fyndið plakat með tvöfaldri merkingu. Ekki mjög auðvelt að þýða það aftur yfir á íslensku, en allavega skemmtilegri titill en sá sem ég hef oftast séð sem var Eleven Men Out.

 

 

 

 

 

2. Svartur á leik
02-10574447_769285999812086_2319839901106164455_nsvarturaleikÍ öðru sæti er plakatið sem var hvatinn fyrir að gera þennan lista. Það er svo margt gott við þetta japanska plakat. Byssur – Sprengingar – Bílar – Stelpur. Þeir settu þó allavega leikara úr myndinni á kápuna.

 

 

 

 

 

1. Foxtrot
01-foxtrotfoxtrotÍ fyrsta sæti er líka elsta plakatið sem ég fann. Foxtrot er ein af fyrstu íslensku spennumyndunum, ef ekki sú fyrsta. Og þessi spænska VHS kápa reynir aldeilis að selja hana. Handteiknuð eins og var í tísku á níunda áratuginum. Byssur – Eldur – Bílar – Stelpur – Flugvélar. Ég er nýbúinn að finna ensku útgáfuna af myndinni, því teknar voru upp tvær útgáfur af myndinni, ein á íslensku og hin á ensku, og ég get sagt að það er mjög gaman að horfa á ensku útgáfuna, sérstaklega þegar maður er með þessa kápu í huganum.

 

 

 

Fleiri plaköt sem vert er að minnast á:

27-börnnatturunnar-usbornnatturunnarBörn náttúrunnar var fyrsta íslenska myndin til að vera tilnefnd til Óskarsins. Því er ekki að undra að hún hafi fengið VHS dreifingu í Bandaríkjunum.

 

 

reykjavik10126-101rvk-deHér sést Victoria Abril í þessu mjög einfalda plakati frá Þýskalandi.

 

 

 

sveitabruokaup25-sveitabrudkaup-enÍslenska plakatið sem Sól Hrafnsdóttir hannaði er mjög sérstakt, en Bandaríska plakatið skartar einfaldlega brúðinni fyrir framan rútuna.

 

 

regina24-regina-frRegína var tekin upp bæði á íslensku og ensku, en samt finn ég bara franska DVD útgáfu af henni.

 

 

 

23-skuggahrafnsins-seiskuggahrafnsinsKvikmyndir Hrafns Gunnlaugssonar hafa farið víða. Hér er sænsk DVD kápa af Í skugga hrafnsins.

 

 

 

22-eldfjall-jpeldfjallSvipað plakat var gefið út í Bandaríkjunum, en það er bara svo skemmtilegt að sjá kóreska letrið á íslenskri bíómynd.

 

 

 

21-djoflaeyjan-dedjoflaeyjanÞjóðverjar vildu hópmynd af fjölskyldunni og gulu flugvélina á kápuna.

 

 

 

brudguminn20-brudguminn-seÍ staðinn fyrir að Laufey haldi á Hilmari standa þau einfaldlega prúð og sæt í myndatökunni.

 

 

 

19-djupid-ukdjupidÓlafur Darri stendur hér ströndinni, þrátt fyrir að meirihluti myndarinnar gerist áður en hann kemst að ströndinni. Spillir?

 

 

 

18-hafid-hollandhafidÉg man eftir röð af plakötum með persónum myndarinnar, fjórum þeirra var skellt saman á VHS hulstrinu en ég finn ekki upprunalegu plakötin. Í Hollandi skelltu þau þeim öllum saman auk skjáskots úr kvikmyndinni.

 

 

 

myrin17-myrin-dkÍslenska plakatið lætur myndina líta út eins og einhverskonar ævintýramynd. Það eru til nokkrar mismunandi útlenskar útgáfur, en mér finnst þær flestar nær andrúmslofti myndarinnar en íslenska plakatið.

 

 

16-oroi-froroiÍ Bandaríkjunum var sama hönnun notuð og á Íslandi, en Bretar, Þjóðverjar, Kínverjar og Frakkar voru allir með mismunandi hönnun. Hér er franska hönnunin þar sem augljóslega er búið að sleppa gula þemanu frá Íslandi.

 

 

mavahlatur15-mavahlatur-usMér fannst skráargatið alltaf mjög forvitnilegt og man hvað mig langaði mikið að sjá myndina bara útaf plakatinu. Hér er búið að skipta því út fyrir Poloroid myndir af öllum persónunum í myndinni.

 

 

rwwm14-rwwm-jpHér er japanskt plakat með blóðslettum sem líkjast kaffibollaförum. Persónulega finnst mér þetta betra plakat en það sem var notað á Íslandi.

 

 

Veist þú um fleiri skemmtilegar kápur sem við gleymdum að minnast á. Láttu okkur vita í spjallinu fyrir neðan.

Stikk: