Verður Keith kippt út úr Pirates?

Eins og sást í nýlegum fréttum af leikaramálum Hangover 2, þá er oft skammt stórra högga á milli í Hollywood.

Eins og við sögðum frá hér á dögunum, þá átti Keith Richards gítarleikari The Rolling Stones að leika í nýju Pirates of the Carribbean myndinni, On Stranger Tides. Nú gæti hafa hlupið snurða á þráðinn. Framleiðendur myndarinnar íhuga nú að hætta við að nota Richards í myndinni, og ástæðan sögð vera ný sjálfsævisaga kappans þar sem hann lætur ýmislegt flakka.

Worst Preview vefmiðilinn segir: „Nú, samkvæmt Drudge Report [fréttaveitunni] þá er kvikmyndaverið að velta fyrir sér að taka út öll atriði með Richards. Svo virðist sem að í nýrri bók kappans, „Life“ , tali hann opinskatt um ýmsa hluti sem falla ekki að ímynd Disney, eins og til dæmis það að segja að það sé í lagi að nota hágæða eiturlyf í hófi. Í bókinni segir Richards: „Það eru ekki eingöngu hágæða eiturlyfin sem ég má þakka það að ég er á lífi. Ég var mjög meðvitaður líka um magnið sem ég notaði. Ég notaði aldrei aðeins meira og aðeins meira, til að verða aðeins skakkari. Það er svoleiðis sem flestir klúðra sinni eitulyfjanotun.“

Það er svo sem ekkert skrýtið að Disney, sem framleiðir Pirates myndirnar, sé hugsi yfir þessum orðum gítarleikarans, enda gerir fyrirtækið út á fjölskylduvæna ímynd.

Keith hefur reyndar alltaf verið þekktur fyrir drykkju og dópneyslu, þannig að þetta ætti ekki að koma á óvart.

spurning samt hvort að þetta gengur eftir, eða hvort að Richards verður með eftir allt saman, en opinber tilkynning um þetta hefur ekki enn verið gefin út.

Verður Keith kippt út úr Pirates?

Eins og sást í nýlegum fréttum af leikaramálum Hangover 2, þá er oft skammt stórra högga á milli í Hollywood.

Eins og við sögðum frá hér á dögunum, þá átti Keith Richards gítarleikari The Rolling Stones að leika í nýju Pirates of the Carribbean myndinni, On Stranger Tides. Nú gæti hafa hlupið snurða á þráðinn. Framleiðendur myndarinnar íhuga nú að hætta við að nota Richards í myndinni, og ástæðan sögð vera ný sjálfsævisaga kappans þar sem hann lætur ýmislegt flakka.

Worst Preview vefmiðilinn segir: „Nú, samkvæmt Drudge Report [fréttaveitunni] þá er kvikmyndaverið að velta fyrir sér að taka út öll atriði með Richards. Svo virðist sem að í nýrri bók kappans, „Life“ , tali hann opinskatt um ýmsa hluti sem falla ekki að ímynd Disney, eins og til dæmis það að segja að það sé í lagi að nota hágæða eiturlyf í hófi. Í bókinni segir Richards: „Það eru ekki eingöngu hágæða eiturlyfin sem ég má þakka það að ég er á lífi. Ég var mjög meðvitaður líka um magnið sem ég notaði. Ég notaði aldrei aðeins meira og aðeins meira, til að verða aðeins skakkari. Það er svoleiðis sem flestir klúðra sinni eitulyfjanotun.“

Það er svo sem ekkert skrýtið að Disney, sem framleiðir Pirates myndirnar, sé hugsi yfir þessum orðum gítarleikarans, enda gerir fyrirtækið út á fjölskylduvæna ímynd.

Keith hefur reyndar alltaf verið þekktur fyrir drykkju og dópneyslu, þannig að þetta ætti ekki að koma á óvart.

spurning samt hvort að þetta gengur eftir, eða hvort að Richards verður með eftir allt saman, en opinber tilkynning um þetta hefur ekki enn verið gefin út.