The Thing í uppáhaldi hjá Ólafi Darra

Í tilefni hrekkjavökunnar höfðu Kvikmyndir.is  samband við leikarann góðkunna Ólaf Darra Ólafsson og báðu hann um að nefna uppáhaldshryllingsmyndina sína. Hann tók vel í beiðnina og lét nokkrar myndir til viðbótar fylgja með í kaupbæti, enda mikill hryllingsmyndaaðdáandi.

ólafur darri

„Uppáhalds hryllingsmyndin mín myndi líklega vera The Thing, þ.e.a.s. John Carpenter- útgáfan, hún er bara algert æði, skemmtilegir leikarar með Kurt Russell í broddi fylkingar, leikmynd, tónlist, tæknibrellur og stemningin eru bara alveg upp á tíu. Punkturinn yfir i-ið er svo endirinn á myndinni en hann er frábær,“ segir Ólafur Darri, sem hægt er að sjá á hvíta tjaldinu í Hollywoood-myndinni The Last Witch Hunter þar sem hann leikur á móti sjálfum Vin Diesel.

the thing

„Aðrar uppáhalds hryllingsmyndir eru t.d. The Shining, The Exorcist og svo náttúrulega Halloween en hana horfði ég á í vinnunni fyrir ári síðan með Rose Leslie meðleikonu minni og við vorum að fríka út af hræðslu,“ bætir hann við.

XXX ZX52880 D HALLOWEEN MOV 13-Z.JPG ENT

„Nýlegar myndir sem ég hef fílað eru t.d. Cabin In The Woods og svo sá ég nýlega It Follows sem mér fannst algerlega frábær.“

IT FOLLOWS

Kvikmyndir.is þakka Ólafi Darra kærlega fyrir spjallið og óska honum góðs gengis í komandi verkefnum.