Westworld 2 í Ofurskálinni

Í kvöld fer fram Ofurskálin svokallaða, úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum, en þar eigast við Philadelphia Eagles og New England Patriots. Í auglýsingatímum í leikhléi eru sýndar einhverjar flottustu og dýrustu auglýsingar hvers árs í Bandaríkjunum, og framleiðendur sjónvarpsefnis og kvikmynda kynna þar jafnan nýtt efni til leiks. Sagt er að áhorfendur megi eiga von á nýrri […]

Stranger Things 2 – fyrsta ljósmynd

Tímaritið Entertainment Weekly hefur birt fyrstu ljósmyndirnar úr annarri þáttaröð Netflix sjónvarpsþáttanna vinsælu Stranger Things, sem slógu eftirminnilega í gegn í fyrra. Von er á fyrstu kitlu á morgun, í auglýsingahléi Ofurskálarinnar svokölluðu ( Super Bowl ) úrslitaleiks ameríska fótboltans. Á myndinni sjáum við Dustin, sem Gaten Matarazzo leikur, Mike, sem Finn Wolfhard leikur, og Lucas, sem Caleb […]

Bourne kemur úr skugganum

Í auglýsingatímum Ofurskálarinnar svokölluðu í Bandaríkjunum, eða SuperBowl, í gær, voru frumsýndar ýmsar flottar auglýsingar, þar á meðal sýnishorn úr nýjum og væntanlegum bíómyndum.  Þeirra á meðal var fyrsta sýnishorn úr myndinni um ofurnjósnarann Jason Bourne! Sýnishornið úr myndinni var 30 sekúndna langt, en áður höfðu birst einstaka ljósmyndir. Í sýnishorninu sjáum við Bourne meðal annars […]

Mætir Bourne 5 á SuperBowl?

Bandaríkjamenn bíða nú spenntir eftir Ofurskálinni svokölluðu, eða Super Bowl, úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum. En það er ekki bara sparkið sjálft sem menn bíða eftir, heldur eru margir einnig spenntir fyrir auglýsingunum sem frumsýndar verða í auglýsingahléum leiksins, en þær þykja jafnan hin besta skemmtun. Á meðal auglýsinganna eru ávallt stiklur úr nýjum bíómyndum, og […]

Buellerinn afhjúpaður

Í síðustu viku vöknuðu upp orðrómar og væntingar eftir að Matthew Broderick setti sig í spor Ferris Buellers á ný í dularfullri kitlu. Margir vonuðust eftir framhaldinu sem Broderick hafði sjálfur lengi neitað að myndi gerast og nú í dag var afhjúpað hvað var í rauninni í gangi: Eins og þið sjáið er þetta auglýsing […]

Ferris Bueller snýr aftur

Lengi hefur fólk beðið eftir að sjá Ferris Bueller á ný og á tímapunkti var jafnvel talað um að framhald væri í bígerð. Matthew Broderick neitaði hinsvegar þeim orðrómum árið 2008 og sagðist vera of gamall í að endurtaka hlutverk unga vandræðagemlingsins. Nú hefur hinsvegar óvænt auglýsing verið birt á vefnum þar sem Broderick nánast […]