Del Toro næsta Star Trek illmennið?

Tökur á nýjustu Star Trek-mynd J.J. Abrams hefjast í Janúar og hafa höfundar myndarinnar verið að flýta sér hægt til að efnið verði ekki fljótgert og letilegt og bíða margir aðdáendur síðustu Star Trek-myndarinnar spenntir eftir því sem koma skal í framhaldinu. Nú hefur Leikstjórinn J.J. Abrams lýst því yfir að hann sækist eftir Benicio Del Toro sem illmenni framhaldsins, en svo mikil leynd liggur yfir myndinni(eins og gengur og gerist með Abrams) að ekki er vitað nákvæmlega hvaða persóna er í boði fyrir Del toro.

J.J. Abrams snýr aftur sem leikstjóri Star Trek 2 ásamt Alex Kurtzman, Roberto Orci og Damon Lindelof, handritshöfundum fyrstu myndarinnar. Búist er við að Del Toro verði boðið hlutverkið í helgarlok. Þetta hlutverk hlýtur að vera þekkt meðal Star Trek aðdáenda ef það er verið að leyna því svona vel. Vonandi verður það ekki jafn tómlegt illmenni og Nero úr þeirri fyrstu, en hvernig líst ykkur á Del Toro sem hugsanlegt illmenni?