Sýnishorn úr Episode 2 komið á netið

Nokkrar mismunandi útgáfur af fyrsta sýnishorninu (teaser) fyrir Star Wars: Attack of the Clones eru nú farnar að ganga manna á milli á netinu. Eins og áður sagði var byrjað að sýna það á föstudaginn í Bandaríkjunum á undan Monsters, Inc., en Lucasfilm hefur ekki enn gefið sýnishornið út opinberlega á netinu. Margir þeirra sem hafa verið að hýsa þessar vafasömu útgáfur hafa fengið að heyra í lögfræðingum Lucasfilm svo að við hjá Kvikmyndir.is höfum ákveðið að bíða þar til sýnishorfnið verður gefið út á opinberlega áður en við bjóðum upp á það hér. Aftur á móti geta þeir sem eru óþolinmóðir smellt hér, hér eða hér til að kíkja á gripinn.