Náðu í appið
75
Öllum leyfð

Monsters, Inc. 2001

(Skrímsli hf.)

Frumsýnd: 25. janúar 2013

Since the very first bedtime, all around the world, children have known that once their mothers and

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 79
/100
Tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna og hlaut þau fyrir besta lagið (If I Didn’t Have You - Ef ég hefði þig ekki) eftir Randy Newman.

Eins og allir vita búa skrímsli í Skrímslaborg og fá orku frá öskrum barna sem hræðast þau. Staðreyndin er hins vegar að sum skrímslin í Skrímslaborg eru ekki síður hrædd við börn en börnin við þau. Þrátt fyrir það neyðast skrímslin til að halda áfram að hræða börnin því annars verður borgin þeirra orkulaus. Og nú er illt í efni. Málið... Lesa meira

Eins og allir vita búa skrímsli í Skrímslaborg og fá orku frá öskrum barna sem hræðast þau. Staðreyndin er hins vegar að sum skrímslin í Skrímslaborg eru ekki síður hrædd við börn en börnin við þau. Þrátt fyrir það neyðast skrímslin til að halda áfram að hræða börnin því annars verður borgin þeirra orkulaus. Og nú er illt í efni. Málið er að upp á síðkastið hefur orðið sífellt erfiðara að hræða börn þannig að þau gefi frá sér öskur og þar með orku. Sum þeirra eru meira að segja alveg hætt að vera hrædd við skrímsli og öskra bara alls ekki neitt. Við þessum yfirvofandi orkuskorti þarf auðvitað að bregðast með auknum ótta en málin taka heldur betur nýja stefnu þegar lítil stúlka eltir grænbláa skrímslið Sölmund inn í Skrímslaborg ...... minna

Aðalleikarar


Þessi teiknimynd er fyrir alla og er a.m.k. sú lang findnasta sem ég hef séð. Billy Crystal talar fyrir Mike sem sér aðalega um húmorinn. John Goodman talar fyrir Sulley og er hann meistari í að hræða krakka. Þessar tvær persónur aðal persónurnar. Tæknibrellurnar í myndini eru alveg stór góðar. Myndin kom mér skemmtilega á óvart og á minnst skilið 3 og 1/2 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi er hreint og beint æðisleg, hún er svakalega findin, ótrúlega vel gerð, og stuttmyndin á undan henni fær mann til að væla af hlátri.

Söguþráðurinn er mjög góður og eigilega bara soldið flottur þannig að ef þú ert hrædd/ur við skrímslin undir rúminu, inn í skápnum eða hvar sem að þau leynast, þá hjálpar þessi mynd þér alveg að komast yfir það tala nú ekki um ef þú átt krakka :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er snilld. Ég byrjaði bara á því að næstum pissa á mig úr hlátri afstuttmyndinni. Monsters er mjög vel gerð og sprenghlægileg en væmnu atriðin í endanum spilltu aðeins fyrir, en ekki misskilja mig. Þau eru kannski fyrir fullorðna en ég fór með yngra systkini mitt og ég sá alveg á henni að henni var farið að leiðast í endann. Hún kom líka heim svolítið leið yfir því að tröllið varð vont við litlu stelpuna. Persónurnar eru frábærar og misheppnuðu atriðin í á enda trailerinum koma manni í gott skap rétt áður en maður labbar út. Þannig ekki missa af henni og ég labbaði út skælbrosandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er komin nýjasta mynd þeirra félaga sem gerðu Toy Story myndirnar, Monsters, Inc. Hún fjallar um þá félaga Mike og Sulley sem að vinna í Monsters, Inc. Þeirra hlutverk er að hræða börn til að fá orku eða eitthvað þá leiðis. Svo gerist það að Sulley sér dyr og fer að skoða inn í dyrnar og þegar hann kemur út þá sleppur þeirra versta martröð: lítill krakki. Og þá verður allt vitlaust. Þetta er mjög góð og fyndin mynd sem ég mæli með fyrir alla að sjá. Í byrjun er mjög fyndin stuttmynd sem mér fannst ótrúlega fyndin, heitir For the birds og svo í lokin eru alveg ótrúlega fyndin mistök úr myndinni sem maður sprakk úr hlátri af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd stóðst alveg undir væntingum. Þetta var afbragð Disney mynd með flottum bröndurum og látbrögðum. Litli kallinn með eina augað var frábær. Svo var þessi stuttmynd á undan sem var algjör snilld. Ég mæli eindregið með henni, hvort sem það er í bíó eða á spólu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn