Svarthvítur Nick Cave talar um breytingar – Fyrsta stikla!

Fyrsta stikla fyrir nýja mynd The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford og Killing Them Softly leikstjórans Andrew Dominik, One More Time With a Feeling, er komin út, en myndin verður frumsýnd hér á Íslandi í Bíó Paradís 8. september nk.

nick cave

Um er að ræða heimilda- og tónlistarmynd sem fjallar um gerð nýjustu plötu ástralska tónlistarmannsins og Íslandsvinarins Nick Cave, Skeleton Tree, en Cave samdi einmitt tónlistina fyrir The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford.

Platan sem fjallað er um er sextánda hljóðversplata Nick Cave & the Bad Seeds.

Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, en eins og áður sagði verður hún sýnd hér á landi, og um allan heim, 8. september nk.

Í stiklunni, sem er svarthvít, og að mestu tekin upp í hljóðverinu, talar Cave um breytingar m.a. „Most of us don´t want to chance, really…“ segir Cave í upphafi stiklunnar.

Kíktu á hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan:

NCTBS-OMTWF-Final_Port-620x876