Guðfaðir sálartónlistarinnar – Ný stikla

Fyrsta stiklan fyrir myndina Get On Up, með stjörnu hafnaboltamyndarinnar 42Chadwick Boseman, í hlutverki sjálfs guðföður sálartónlistarinnar, James Brown, er komin út.

getonup-ss

Myndin er nýjasta verkefni leikstjórans Tate Taylor og fyrsta myndin síðan hann gerði fjórföldu Óskarsverðlaunamyndina The Help.

Myndin er byggð á ótrúlegu lífshlaupi sálarkóngsins, og gefur innsýn í tónlistina, dansinn og tilfinningalíf tónlistarmannsins. Myndin rekur söguna af því hvernig Brown ólst upp í fátækt og hvernig hann varð að einum áhrifamesta manni tuttugustu aldarinnar.

Aðrir leikarar eru Viola Davis, Octavia Spencer, Nelsan Ellis, Lennie James, Tika Sumpter, Jill Scott og Dan Aykroyd.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 1. ágúst nk.

getonup-photo7

mick jagger

Á meðal framleiðenda myndarinnar er sjálfur Mick Jagger söngvari rokkhljómsveitarinnar The Rolling Stones.