Endurkoma trompetmeistara

Jassgeggjarar og tónlistarunnendur almennt geta farið að láta sig hlakka til í vor þegar ekki ein heldur tvær bíómyndir um fræga jasstrompetleikara koma í bíó. Ævisaga Miles Davis, Miles Ahead, þar sem Don Cheadle fer með hlutverk meistarans, kemur í bíó í apríl, en einni viku fyrr kemur Born to be Blue, sem er ævisaga annars trompetmeistara, Chet Baker.

ethan hawke

Það er enginn annar en Ethan Havke sem fer með hlutverk Baker, en leikstjóri og handritshöfundur er Robert Budreau.

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada sl. haust, og nú er komin út fyrsta stikla úr myndinni.

Myndin fer ekki yfir alla ævi Chet Baker, heldur byrjar frekar seint á ferli hans, síðla á sjöunda áratug síðustu aldar, þar sem hann er að undirbúa endurkomu í djassheiminn.

Baker var einn frægasti trompetleikari í heimi á sjötta áratug síðustu aldar, en var útbrunninn þegar sjöundi áratugurinn gekk í garð, og einkalífið var sömuleiðis í molum, enda hafði tónlistarmaðurinn misnotað heróín svo árum skipti.

Sjáðu plakatið fyrir myndina hér fyrir neðan:

chetbaker

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 25. mars nk.