Síðustu hlutverk Hoffman

sidustuhlutverkTvær nýjar stiklur úr kvikmyndum með leikaranum sáluga, Philip Seymour Hoffman komu út nýverið. Um er að ræða spennumyndina A Most Wanted Man og dramamyndina God’s Pocket.

Hoffman lést í febrúar síðastliðinn, aðeins 46 ára gamall, en eins og gengur og gerist í kvikmyndabransanum þá koma kvikmyndir oft út mánuðum eða jafnvel árum eftir að tökum líkur. Því eigum við eftir að fá að njóta þess að horfa á Hoffman í fjórum nýjum kvikmyndum. The Hunger Games: Mockingjay Part 1 & 2, og þeim sem eru nefndar hér að ofan.

Hér að neðan má sjá stiklunar úr A Most Wanted Man og God’s Pocket.

Hoffman leikur njósnara í A Most Wanted Man, sem er framhaldsmynd af The American eftir sama leikstjóra og er gerð eftir metsöluspennusögu John le Carre.

Hoffman leikur aðalhlutverkið í God’s Pocket, sem fjallar um mann sem reynir að breiða yfir dauða stjúpsonar síns.