Sin City frestað um ár

Frumsýningu á framhaldsmyndinni af Sin City; Sin City: A Dame To Kill For, hefur verið frestað um næstum heilt ár, samkvæmt upplýsingum á vefnum Box Office Mojo. 

Upphaflega stóð til að frumsýna myndina þann 3. október nk. en nú hefur frumsýningu verið frestað til 22. ágúst árið 2014.

sin city josh brolin

Tökur á myndinni hófust fyrr á þessu ári, og í febrúar sl. þá setti leikstjórinn Robert Rodriguez myndina hér að ofan á netið, en þar má sjá Josh Brolin fyrir framan tökuvélar og „green screen“, en Brolin tók við hlutverki Dwight af Clive Owen.

Eins og kunnugir hafa bent á þá eru átta mánuðir mjög stuttur tími fyrir framleiðslu á mynd eins og Sin City, sem krefst mikillar tækni- og myndvinnslu, og frestun ætti því ekki að koma mikið á óvart.