Sex Doll – Ný stikla úr erótískum trylli

Ný stikla er komin út fyrir franska erótíska spennutryllinn Sex Doll eftir Sylvie Verheyde.

sex-doll-film-1-600x360

Myndin fjallar um unga og sjálfstæða konu sem heitir Virginie. Hún vinnur fyrir sér sem hástéttarvændiskona, og er mjög sátt við hlutskipti sitt. „Ég veit hvernig ég get látið koma fram við mig af virðingu. Ég þéna vel. En núna hef ég hitt hann. Hann er varla viðkunnalegur, og heldur ekki ríkur. Þetta er gaur með sýn. Maður sem myndi deyja fyrir málstaðinn. Strákur sem er nú þegar dauður. Hann var stórslys sem var um það bil að henda … hann var að leita að vandræðum, og hann mun finna þau. Og vandræðin eru ég.“

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Sex Doll verður frumsýnd 10. febrúar í Bandaríkjunum og með helstu hlutverk fara Hafsia Herzi, Ash Stymest, Karole Rocher, Paul Hamy og Ira Max.