Riddick – rauðmerkt stikla

Glæný stikla var að detta í hús fyrir vísindatryllinn Riddick með Vin Diesel í aðalhlutverki.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan. Ath. stiklan er svokölluð RedBand trailer, eða rauðmerkt, og því bönnuð börnum og viðkvæmum:

Myndin fjallar um andhetjuna alræmdu Riddick sem nú hefur verið svikinn af eigin fólki og skilinn eftir á eyðiplánetu. Riddick berst þar fyrir lífi sínu gegn geimófreskjum og verður sífellt sterkari og hættulegri. Fljótlega koma hausaveiðarar annarsstaðar að úr sólkerfinu og sækja að Riddick en verða einungis peð í hefndaráætlun Riddick. Nú er Riddick með óvini sína nákvæmlega þar sem hann vill hafa þá. Riddick hefnir sín nú af öllum krafti áður en hann snýr aftur heim á plánetuna sína Furya til að bjarga henni frá gereyðingu.

Riddick er þriðja myndin um Riddick, en hinar tvær fyrri eru Pitch Black frá árinu 2000 og The Chronicles of Riddick frá árinu 2004.

Riddick-10

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 6. september nk. og á Íslandi 13. september.

Stikk: