Fullt hús áfram á fullu skriði

Íslenska gamanmyndin Fullt hús eftir Sigurjón Kjartansson situr áfram á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Næstum átján hundruð manns sáu myndina í bíó um síðustu helgi og samanlegt hafa rúmlega 6.100 séð myndina. Tekjur eru samtals 12,4 milljónir króna.

Njósnir í öðru sæti

Í öðru sæti listans er njósnamyndin Argylle eftir Matthew Vaughn, þann sama og gerði Kingsman myndirnar. Þriðja sæti listans fellur svo skvísu-gaman rómansinum Anyone But You í skaut en myndin er fyrrum toppmynd listans. Heildartekjur myndarinnar eru nálægt því 35 milljónir króna og það styttist í að myndin fari fram úr Wonka og verði tekjuhæsta kvikmyndin samtals á listanum.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: