Oz og Identity Thief best sóttar

Oz the Great and Powerful eftir Sam Raimi með James Franco og Michelle Williams í helstu hlutverkum, var heimsfrumsýnd á Íslandi nú um helgina, samtímis frumsýningu í Bandaríkjunum. Það skipti engum togum að myndin fór rakleiðis á toppinn á Íslandi eins og í Bandaríkjunum. Önnur ný mynd, gamanmyndin Identity Thief með Jason Bateman og Melissu McCarthy velgdi þó Oz the Great and Powerful verulega undir uggum á toppnum og var með lítillega minni tekjur í öðru sætinu á íslenska aðsóknarlistanum.

Í þriðja sætinu, niður um eitt sæti, var teiknimyndin Escape from Planet Earth, um geimverur frá bláum hnetti, sem fara til Jarðar.

Í fjórða sæti og stendur í stað á milli vikna er dramað Jagten sem fjallar um mann sem er ranglega sakaður um barnaníð.

Í fimmta sæti, og dettur beint niður úr fyrsta sætinu er myndin 21 and Over. 

Hér fyrir neðan er listi 26 vinsælustu mynda á Íslandi í dag: