Olsen spennt fyrir Avengers

elizabeth olsenElizabeth Olsen er mjög spennt fyrir hlutverki sínu sem The Scarlett Witch, í ofurhetjumyndinni Avengers: Age of Ultron, sem Joss Whedon leikstýrir.

Olsen sagði eftirfarandi í samtali við Moviefone, þegar hún var að kynna nýjustu mynd sína Oldboy: „Ég hitti Whedon nýlega. Ég er mjög spennt fyrir þessari mynd. Ég er mjög spennt fyrir Scarlett Witch. Ég hef svo gaman af því að lesa um hana og ég er líka að læra fullt af nýjum orðum sem ég þurfti að leita að á Wikipedia til að skilja. Ég nýt þessa í botn.“

Hún sagði einnig í viðtalinu að hún hefði aldrei lesið teiknimyndasögu, en bróðir hennar, sem er mikill áhugamaður um teiknimyndasögur, hafi hjálpað henni þegar kom að teiknimyndasöguheiminum.

Avengers: Age Of Ultron kemur í bíó 1. maí 2015.