Tvö ný plaköt úr Avengers: Age of Ultron

Marvel afhjúpaði á ráðstefnunni Comic-Con tvö ný plaköt fyrir fyrir hina væntanlegu Avengers: Age of Ultron. AV mynd

Á öðru þeirra er Scarlet Witch (Elizabeth Olsen) en á hinni Iron Man (Robert Downey Jr.) að berjast við her Ultron. Búast má við fleiri plakötum af þessu tagi á næstunni og að þau verði hluti af einu stóru plakati. AV mynd2

Lítið er vitað um söguþráðinn en leikstjórinn Joss Whedon hefur látið hafa eftir sér að Scarlet Witch og Quicksilver (Aaron Taylor-Johnson) byrji í liði Ultron. Markmið Ultron er að bjarga jörðinni með því að eyðileggja það eina eina sem er að valda henni skaða, mannkyninu. Myndin er væntanleg í bíó á næsta ári.