Nýtt í bíó – Leynilíf gæludýra

Á morgun verður teiknimyndin Leynilíf gæludýra, eða The Secret Life of Pets, frumsýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói, Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll og Keflavík, og Borgarbíói Akureyri.

leynilíf

Líf kjölturakkans Max fer á hvolf þegar eigandi hans tekur að sér nýjan hund, Duke, en hann er fyrrverandi flækingshundur sem Max finnst alveg óþolandi. Verða þeir einhvern tíma vinir?

Leynilíf gæludýra verður sýnd í tví- og þrívídd með íslensku tali og í tvívídd með enska talinu. Þar fara með helstu hlutverkin þau Louis C.K., Kevin Hart, Lake Bell, Dana Carvey, Jenny Slate, Ellie Kemper, Steve Coogan, Hannibal Buress, Eric Stonestreet, Bobby
Moynihan, Sandra Echeverría, Chris Renaud, Michael Beattie o.fl.

Íslenska talsetningu sáu þau um þau Sigurður Þór Óskarsson, Salka Sól, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Selma Björnsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Rúnar Freyr Gíslason, Hjálmar Hjálmarsson, Björgvin Frans Gíslason og fleiri.

Leikstjórn: Hjálmar Hjálmarsson

Sjáðu íslenska stiklu úr myndinni hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan:

lehni