Nýtt í bíó – Emojimyndin

Á morgun, miðvikudaginn 23. ágúst, verður teiknimyndin Emojimyndin frumsýnd í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

Í kynningu á myndinni segir að kvikmyndin fjalli um Gene sem býr ásamt aragrúa broskarla og alls kyns öðrum táknum í borg emoji-táknanna sem er falin á milli appanna í símanum. Táknin í borginni þrá að vera valin af eiganda símans og Gene er engin undantekning. Hann er svokallað „meh“ tákn og á að vera með tómlátan svip. Hann hefur þó litla stjórn á svipum sínum og hin táknin í borginni eru hrædd um að síminn verði straujaður komist eigandinn að þessu vandamáli.
Gene fær til liðs við sig tvö ólík tákn og þau ferðast um símann þvert og endilangan í leit að kóðanum sem á að gera Gene að „eðlilegu“ emoji-tákni með einn fastan svip.

Emojimyndin er nýjasta myndin frá teiknimyndadeild Sony-kvikmyndarisans og hefur að geyma „litríkt, fjörugt og fyndið ævintýri sem öll fjölskyldan á eftir að skemmta sér vel yfir,“ eins og segir í tilkynningu frá Senu.

Íslensk leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir
Íslenskir leikarar: Ævar Þór Benediktsson, Orri Huginn Ágústsson, Salka Sól Eyfeld, Esther Talia Casey, Edda Björgvinsdóttir, Steinn Ármann Magnússon.