Nýtt í bíó – Þrestir

Sparrows_2Kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 16. október,  í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri.

Myndin hlaut Gullnu skelina á San Sebastian kvikmyndahátíðinni fyrr í haust

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Þrestir er dramatísk kvikmynd sem fjallar um Ara (Atli Óskar Fjalarsson), 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að dvelja hjá föður sínum (Ingvar E. Sigurðsson) um tíma. Samband hans við föður sinn er erfitt og margt hefur breyst í plássinu þar sem hann ólst upp. Ari endurnýjar kynnin við Láru (Rakel Björk Björnsdóttir), æskuvinkonu sína og þau laðast að hvort öðru.

þrestirRúnar Rúnarsson segir í spjalli við Screen að hann hafi af einhverjum ástæðum þörf fyrir að gera myndir um sjálfan sig og fólkið sem hann þekkir og þykir vænt um. „Það er lykilatriði fyrir mig að vinna innan kunnuglegs ramma. Að sameina reynslu af fyrstu og annarri hendi sem grunn sögunnar. Þessum kjarna úr raunveruleikanum breyti ég svo og blanda saman við skáldskap.“

þrestirÍ tilkynningu frá Senu segir að Þrestir hafi hlotið frábærar viðtökur um allan heim og hlaut á dögunum aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíðinni í San Sebastian, sem eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun heims.

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Kvikmyndatökumaður myndarinnar, Sofia Olsson, klipparinn Jacob Schulsinger og framleiðandinn Mikkel Jersin eru öll skólafélagar Rúnars úr Danska kvikmyndaskólanum
og þau Sofia og Jacob gegndu sömu hlutverkum við gerð Eldfjalls, fyrstu bíómyndar Rúnars.

– Króatíski leikarinn Rade Serbedzija á stutta en eftirminnilega innkomu í Þröstum. Rade hefur leikið í stórmyndum á borð við Mission Impossible 2, Snatch, Eyes Wide Shut og Batman Begins.

– Þrestir var heimsfrumsýnd á TIFF-kvikmyndahátíðinni í Toronto í september og hefur hlotið afar góða dóma, t.d. hjá gagnrýnanda Screen Daily, David D’Arcy, og Jordan Mintzer, gagnrýnenda The Hollywood Reporter, sem báðir segja hana heillandi mynd, tekna upp í stórkostlegu umhverfi.

– Þetta er í annað sinn sem Atli Óskar Fjalarsson leikur í mynd eftir Rúnar, en hann fór með hlutverk í stuttmynd hans Smáfuglum árið 2008.