Frumsýning: Hrúturinn Hreinn

Fjölskyldumyndin HRÚTURINN HREINN: BÍÓMYNDIN verður frumsýnd föstudaginn 20. febrúar nk í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri.

shaun-the-sheep-film-still-04-636-380

Hreinn er uppátækjasamur og leiðir oftast hinar kindurnar í ýmis vandræði og raskar ró friðsæls dals. Í bíómyndinni eiga kindurnar leið í nálæga stórborg til að bjarga bónda sínum eftir að vandræði Hreins ráku hann óvart burt úr bóndabænum.

Myndin hefst á því að hjólhýsi sem bóndinn sefur í rennur fyrir slysni stjórnlaust af stað frá bænum og hverfur inn í stórborgina. Hreinn er fyrstur til að átta sig á því að bóndanum þarf að bjarga áður en hann vaknar og heldur hann því þegar af stað í björgunarleiðangur ásamt nokkrum kindavinum sínum … sem eins og flestir vita stíga ekki allar í vitið. Úr verður hið kostulegasta ævintýri þar sem hver hindrunin rekur aðra og yfir þær allar þarf Hreinn að finna leið …

Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Fróðleiksmolar til gamans: 

Brúðumyndirnar um hrútinn Hrein, hundinn Bitzer, kindahjörðina, svínin og bóndann komu fyrst fram á sjónarsviðið þegar fyrsti þátturinn í seríunni var sýndur á BBC-sjónvarpsstöðinni í mars árið 2007. Þó ber að nefna að Hreinn kom fyrir í stuttmyndinni A Close Shave um þá Wallace og Gromit árið 1995 og geta aðdáendur hans séð þá stuttmynd m.a. á YouTube. Í dag er búið að framleiða 130 þætti um hrútinn Hrein og hafa þeir verið á dagskrá sjónvarpsstöðva í 180 löndum.