Nýtt í bíó – Smáfólkið!

Teiknimyndin Smáfólkið verður frumsýnd 26. desember  í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Álfabakka og Borgarbíói Akureyri.

snoopy

Eins og flestir vita er kvikmyndin um Smáfólkið byggð á teiknimyndasögum bandaríska rithöfundarins og teiknarans Charles M Schulz, en þær skipta þúsundum og hafa um áratugaskeið birst í bókum og blöðum víða um heim við miklar vinsældir.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Þetta er fyrsta myndin í fullri lengd um þá Kalla Bjarna, Snata og félaga. Í myndinni leggur Snati af stað í stærsta ferðalag lífsins. Á meðan hann og félagar hans eltast við erkióvininn, Rauða baróninn, leggur Kalli Bjarna upp í hetjulega langferð.

Í tilkynningu frá Senu segir að myndin hafi hlotið frábæra dóma, enda þyki hún fanga andrplakatúmsloft og húmor teiknimyndasagnanna fullkomlega eins og lagt hafi verið upp með.

Framleiðendur myndarinnar eru þeir sömu og gerðu Ísaldar-myndirnar og Ríó.

Íslensk talsetning: Gunnar Hrafn Kristjánsson, Þórunn Jenný Quingsu Guðmundsdóttir, Jóhannes Lárus Helgason, Berglind Gunnarsdóttir, Agla Bríet Einarsdóttir, Hrefna Karen Pétursdóttir, Theodór Pálsson og fleiri.

Leikstjóri:
Rósa Guðný Þórsdóttir