Nýtt hrollvekjandi hreyfiplakat

Nýtt hreyfiplakat er komið fyrir hrollvekjuna Paranormal Activity: The Marked Ones, sem væntanleg er í bíó eftir áramót.

paranormal

Myndin er hliðarspor frá hinni lífseigu Paranormal Activity seríu, og segir frá Jesse sem er merktur / stimplaður af dularfullum töfravættum, og fjölskylda hans og vinir reyna að bjarga honum.

Christopher Landon leikstýrir en þetta er fyrsta Paranormal Activity myndin hans.

Aðalleikarar eru Andrew Jacobs, Molly Ephraim, Richard Cabral og Crystal Santos.

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 3. janúar, en óvíst er með frumsýningardag hér á landi.

Sjáðu hreyfiplakatið hér fyrir neðan: