Keep Calm and Carrie On – Hreyfiplakat

Nú er orðið nokkuð algengt að gerð séu hreyfiplaköt fyrir nýjar bíómyndir. Ekki er langt síðan við sýndum hér á síðunni hreyfiplakat fyrir nýju Hunger Games myndina, The Hunger Games: Catching Fire, þar sem eldur logaði á plakatinu.

carrie

Nú er komið að því að frumsýna hreyfiplakat fyrir endurgerðina af Carrie, sem gerð er eftir sögu hrollvekjumeistarans Stephen King. Í plakatinu er leikið með hinn fræga breska  áróðursfrasa frá því í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar: Keep Calm and Carry on.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

Með aðalhlutverk í myndinni fara þau Chloë Grace Moretz, Judy Greer, Portia Doubleday, Alex Russell, Gabriella Wilde, Ansel Elgort og Julianne Moore.

Carrie White er útundan í skóla og hún er lögð í einelti af vinsælu stelpunum, og langar ekkert meira en að vera hluti af hópnum. Ekki finnur hún neinn stuðning hjá móður sinni Margaret. Hún er bókstafstrúarmanneskja og trúir því að flest það sem dóttir hennar vill fá út úr lífinu leiði hana beint til eilífrar fordæmingar. Og hún læsir Carri iðulega inn í skáp í refsiskyni. En Carrie hefur yfirnáttúrulega hæfileika, hún getur hreyft hluti til með hugarorku. Þegar stríðni skólafélaganna og ráðríki móður hennar verður of mikið .. þá fara hlutir að gerast. Vondir hlutir. Mjög slæmir.

Leikstjóri myndarinnar er Kimberly Peirce og handrit skrifar Roberto Aguirre-Sacasa.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 18. október nk.