Nýtt hjá Jennifer Lopez

Jennifer Lopez ( The Cell ) kemur til með að leika aðalhlutverkið í nýrri mynd sem nefnist The Chambermaid. Upphaflega átti John Hughes ( Uncle Buck ) að leikstýra myndinni, en er hættur við og lætur sér nægja að skrifa handritið og framleiða. Myndin fjallar um herbergisþernu á fínna hóteli í New York sem verður ástfangin af breskum manni af aðalsættum sem gistir á hótelinu. Þegar hún yfirgefur skyndilega stöðu sína á hótelinu, hefur hann örvæntingarfulla leit að henni því hún er jú, hans eina sanna ást. Þetta verður ekki endilega næsta mynd J-LO heldur mun hún jafnvel leika á móti Ben Affleck ( Pearl Harbor ) í kvikmyndinni Gigli fyrst.