Nýjar hrolllvekjur á besta tíma

Leikstjórinn James Wan, hefur gott auga fyrir því hvernig á að senda kaldan svita niður bakið á fólki og einstakt lag á að búa til hrollvekjur sem síðan er hægt að gera framhald af. Þar er skemmst að minnast Saw framhaldsmyndanna, sem orðnar eru sjö að tölu, en Wan gerði þá fyrstu.  Þá leikstýrði hann gæðahrollvekjunum The Conjuring og Insidious. Nú nýverið leikstýrði Wan síðan bílatryllinum Fast and Furious 7, en þar má segja að hann hafi byrjað á öfugum enda í þessu samhengi, (auk þess sem Furioius 7  er auðvitað ekki hrollvekja).

insidi

Wan lét hafa eftir sér eftir að hann leikstýrði The Conjuring að hann væri hættur að gera hrollvekjur, en nú berast þær fregnir samt sem áður að hann hyggist snúa aftur og gera The Conjuring 2. Hinsvegar ætlar hann ekki að leikstýra Insidious: Chapter 3, en félagi hans Leigh Whannell mun stýra þeirri mynd.

Eins og segir í frétt Cinema Blend þá eru Insidious og The Conjuring tvö mjög góð dæmi um sífellt vinsælla form í hrollvekjugeiranum: myndir sem framleiddar eru með lágmarks tilkostnaði ( á bilinu 1 – 20 milljónir Bandaríkjadala jafnvirði 125 milljónir íslenskra króna – 2,5 milljarðar króna ), en ná þeim kostnaði margfalt til baka í tekjum af sýningum. Sem dæmi þá þénaði The Conjuring 300 milljónir dala um allan heim, þrátt fyrir að vera R merkt, ( bönnuð innan 16 ) þar sem hún þótti of hrollvekjandi. Þá má nefna að hliðarmynd The Conjuring, Annabelle, gekk, og gengur enn, vel í bíó.

Hingað til hafa Insidious myndirnar verið frumsýndar á rólegri tíma á árinu, en bæði Insidious: Chapter 3 og The Conjuring 2, fá nú góðan frumsýningardag, þ.e. á sumrin, þegar stórmyndir eru frumsýndar!

Insidious: Chapter 3 var upphaflega á dagskrá í maí á næsta ári, en hefur nú verið seinkað til 5. júní. The Conjuring 2 kemur svo viku síðar, eða 10. júní 2015.

Samkeppnisaðilar Insidioius á þessum frumsýningardegi eru myndir eins og Entourage og teiknimyndin B.O.O.: Bureau of Otherworldly Operations. Conjuring mun etja kappi við Now You See Me 2 og tölvuleikjamyndina Uncharted.

Insidious: Chapter 3 er forsaga fyrri tveggja myndanna og aðalhlutverk leikur Dermot Mulroney, en hann er áhyggjufullur faðir sem fær Elise Rainier, sem Lin Shaye leikur, og rannsóknarteymi hennar sem sérhæfir sig í dulrænum málefnum, til að rannsaka illvígan anda sem er að hrella unglingsdóttur hans.

Nýlega var fyrsta stiklan fyrir Insidious 3 frumsýnd, og miðað við hana geta menn átt von á góðu: