Ný stikla úr Godzilla

Nýjasta Godzilla-myndin verður frumsýnd í maí næstkomandi. Leikarinn Bryan Cranston, sem margir þekkja úr þáttunum Breaking Bad, fer með eitt af aðalhlutverkunum.

Önnur stikla úr myndinni var opinberuð rétt í þessu og má með sanni segja að Cranston fari á kostum í atriði þar sem hann er að reyna að fá útskýringar á hamförunum í borginni, sem er lögð í rúst af Godzilla.

Screen Shot 2014-02-25 at 7.18.19 PM

Stiklan segir einnig frá því að yfirvöld hafi áður reynt að tortíma skrímslinu, þar á meðal með kjarnorkusprengju, en ekkert virðist stöðva skrímslið sem ætlar að eyðileggja allt sem á vegi sínu verður og koma okkur aftur á steinöld.

Með önnur hlutverk í myndinni fara Aaron Taylor-Johnson, Ken Watanabe, Elizabeth Olsen, Juliette Binoche, David Stratharin og Sally Hawkin.