Æskudraumur að leika í Godzilla

bryan-cranston-godzilla-rodaje2Nýjasta Godzilla-myndin verður frumsýnd í maí næstkomandi og fer leikarinn Bryan Cranston með eitt af aðalhlutverkunum. Cranston fer á kostum líkt og honum einum er lagið í nýju myndbandi þar sem er skyggsnt á bakvið tjöldin við gerð myndarinnar.

Entertainment Tonight tók viðtal við leikarann á dögunum. Cranston var greinilega nýbúinn að leika í harkalegri senu, því hann var allur sótaður í framan. Í viðtalinu segir hann frá því að það hafi verið æskudraumur að leika í Godzilla-mynd og það jafnist ekkert á við stóru ófreskjuna. Hann er það mikill aðdáandi að hann hefur meira að segja fullkomnað öskrið fræga, að hans sögn.