Bryan Cranston er leiðtogi á setti

Bandaríski leikarinn Bryan Cranston er um þessar mundir að kynna kvikmyndina Last Flag Flying þar sem hann fer með eitt af aðalhlutverkunum ásamt Steve Carrell og Laurence Fishburne. Myndin fjallar um þrjá fyrrverandi hermenn sem hittast þrjátíu árum síðar til þess að jarða son eins þeirra sem lést við herskyldu í Írak. Myndin er leikstýrð af Richard Linklater en hann hefur gert kvikmyndir á borð við Boyhood og Before Sunrise.

Leikarinn settist niður ásamt öðrum kunnuglegum leikurum fyrir hringborðsumræður The Hollywood Reporter þar sem hann talaði um myndina, persónuna í myndinni og fleira sem viðkemur leiklist. „Persónan sem ég leik er svakaleg.“ sagði Cranston er hann var spurður hvað hræddi hann við að leika í myndinni. “Hann er rosalegur neytandi. Hann eignar sér herbergið. Hann segir já við öllu: eiturlyf, áfengi, kvennfólk, en hann segir líka já við vináttu. Hann er sá fyrsti sem segir, ‘Hvað vantar þig?“.

Cranston talaði einnig um leiðtogahæfileika sína í viðtalinu. “Þegar þú ert aðalleikari þá hefuru tækifæri á því að taka að þér hlutverk leiðtogans og ég kýs að gera það,“ sagði Cranston og bætti við að til þess að ná sem bestri frammistöðu hjá leikurum þá þyrftu þeir að vera rólegir og lausir við stress.

Brot úr viðtalinu við Cranston má sjá í spilaranum hér að neðan.