Næsta Disney teiknimyndin

Næsta mynd teiknimyndadeildar Músaveldisins er Brother Bear. Mun hún gerast á meðal frumbyggja Norður-Ameríku, indíánanna. Phil Collins mun enn á ný semja lög og texta fyrir myndina og væntanlega syngja af raust. Eina röddin sem búin er að staðfesta í myndinni er rödd Joaquin Phoenix en persóna hans er indíáni sem búið er að breyta í björn. Búist er við framleiðslunni í kvikmyndahús næsta sumar.