Myndir af Spider-Man á tökustað

Síðan On Location News hefur birt nokkrar myndir af Spider-Man í fullum skrúða. Myndirnar eru teknar á tökustað þar sem ofurhetjan sprangar um og stekkur á milli bíla á ferð. Tökur hafa staðið yfir í nokkrar vikur, en myndin er sögð koma í bíóhús sumarið 2012. Andrew Garfield fer með hlutverk Spider-Man, en með önnur hlutverk fara Emma Stone, Rhys Ifans, Denis Leary og Michael Sheen.

– Bjarki Dagur