Sjáðu kitluna úr The Amazing Spider-Man

Fyrsti svokallaði teaser trailer, eða kitla, úr hinni væntanlegu The Amazing Spider-Man hefur nú lent á netinu og gefur okkur ansi góða hugmynd um við hverjum megi búast.

Andrew Garfield fer með hlutverk Peter Parker sem, eins og flestir þekkja, er bitinn af erfðabreyttri könguló og hlýtur ofurkrafta fyrir vikið. Ákveður hann að nota krafta sína til góðs, en þar að auki þarf hann að rækta samband sitt við hina gullfallegu Gwen Stacy, leikna af Emmu Stone, og sömuleiðis passa að lærifaðir sinn Dr. Curt Connors (Rhys Ifans) fari sér ekki að voða.

Myndinni er leikstýrt af Marc Webb og er hún væntanleg á næsta ári, en með önnur hlutverk í myndinni fara þau Sissy Spacek, Denis Leary og Martin Sheen.