Hvolpasveitin þaut á toppinn!

Hvolpasveitin er gríðarlega vinsæl hér á landi sem sýnir sig í því að nýja kvikmyndin, Hvolpasveitin: Ofurmyndin, þaut beinustu leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Og tekjurnar voru ekkert slor – rúmlega fjórtán milljónir króna! Áhorfendur voru 9.350.

Í öðru sæti einnig ný á lista er vísindaskáldsagan The Creator sem Kvikmyndir.is sá í gær og hafði gaman af. Tekjur hennar voru töluvert minni en Hvolpasveitarinnar eða þrjár milljónir króna.

Toppmynd í þriðja sæti

Þriðja sætinu náði svo toppmynd síðustu fjögurra vikna, íslenski sálfræðitryllirinn Kuldi.

Þriðja nýja myndin sem kom í bíó um helgina, Tilverur, fór beint í níunda sæti listans.

Sjáðu bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: